Þriðjudagur 27.05.2014 - 10:07 - FB ummæli ()

Útbrunnir Sjálfstæðismenn

Upplausnin í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík er alger. Nú hafa þeir beinlínis gefist upp í kosningabaráttunni. Eru bara farnir og hættir

Styrmir Gunnarsson, skýrasti stjórnmálagreinandi flokksins til margra áratuga, spyr einungis hvort rætt verði á opnum fundi í Valhöll um væntanlega niðurlægingu flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Fátt er um svör.

Davíð Oddsson, sem hefur sakað borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna um dugleysi og linkind, er sá eini sem reynir að halda uppi einhverri baráttu, nú síðast með aðstoð Jóns Magnússonar lögfræðings.

Jón skrifaði smekklausa níðgrein um Jón Gnarr sem ritstjóri Staksteina tekur upp í Mogganum í dag og reynir að gera sér mat úr. Af því sprettur tal um að “dragdrottningin Jón Gnarr“ og Besti flokkurinn allur hafi ekki gert neitt á kjörtímabilinu! Dagur B. Eggertsson hafi ráðið öllu og sé því ábyrgur fyrir því sem miður hefur farið.

Og hvað er nú helst að í borginni, að mati ritstjórans?

“Samfylkingin undir forystu Dags ber því ábyrgð á stjórn borgarinnar. Nú þegar rignir sést t.d. vel hveru illa viðhaldi gatna hefur verið sinnt, en sumar götur eru beinlínis hættulegar til aksturs”, segir höfundur Staksteina-pistils dagsins.

Þar kom það, höggið sem vinnur kosningarnar fyrir Sjálfstæðismenn! Hviss, bang, búmm!!!

Nei annars, getur ekki einhver sæmilega klókur aðili hjálpað þeim Sjálfstæðismönnum að koma upp með eitthvað bitastæðara sem bítur betur?!! Þetta er eitthvað svo sorglega slappt.

Svo amast ritstjórinn líka við tímabærum og vinsælum áformum Dags og félaga um mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni.

Sjálfstæðismenn vilja að svokallaður “markaður” sjái um slíka uppbyggingu. Sá ágæti aðili hefur hins vegar ítrekað brugðist íbúum borgarinnar og landsins alls, bæði í húsnæðismálum og fjármálum almennt.

Stjórnmálamenn eiga að svara óskum og þörfum almennings, leiða saman gerendur og leita lausna. Mér sýnist að Dagur og hans fólk, sem og fólkið hans Jóns Gnarr í Bjartri framtíð, geri það með miklum ágætum núna.

Sjálfstæðismenn ættu hins vegar að fara í svona tíu ára frí, detox og endurhæfingu.

Þeir eru eins útbrunnir og hugsast getur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar