Sunnudagur 01.06.2014 - 05:09 - FB ummæli ()

Stórsigur Dags – annað fór upp og niður

Niðurstaða kosninganna er nokkuð skýr. Dagur B. Eggertsson vinnur stórsigur fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð í borginni, en Framsókn vinnur þar óvæntan sigur. Píratar ná inn manni, Björt framtíð fær minna en vænt var í Reykjavík og VG stendur að mestu í stað.

Sjálfstæðisflokkur missir sterkan meirihluta sinn í Reykjanesbæ, en vinnur sætan sigur í Eyjum. Að öðru leyti má segja að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn fái nokkuð breytilega útkomu á landinu, bæta við sig sums staðar en tapa annars staðar.

Björt framtíð vinnur stóra sigra í nokkrum sveitarstjórnum, t.d. í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ (og taka þar mest fylgi frá Samfylkingunni). Alls fær Björt framtíð um tug sveitarstjórnarmanna á landinu, sem er stórt skref.

Framsókn bætir stöðu sína sögulega í Reykjavík, með áherslu á Moskumálið. Nýjum leiðtoga B-listans í borginni tóks fádæma vel að vekja athygli sem virðist hafa skilað sér í kjörkassana. Framsókn bætir við sig á nokkrum stöðum á landsbyggðinni, t.d. á Dalvík, í Skagafirði, en einnig í Kópavogi.

Sjálfstæðisflokkur er stærstur í nokkrum stærri bæjum utan Reykjavíkur, án þess að vera með mikið fylgi sögulega séð. Tapar raunar aðeins fylgi í bláa kraganum, sérstaklega á Seltjarnarnesi, sem og á Ísafirði og í Hveragerði.

VG voru almennt ekki í neinni sókn í þessum kosningum. Þau halda fulltrúa í Reykjavík, en ekki meira en það. Klofningsframboð eins og Dögun fær engan hljómgrunn. Slík framboð sundra einungis og atkvæði falla dauð, eins og svo mikil brögð voru að í síðustu Alþingiskosningum.

Á heildina litið eru það einkum Samfylking, Framsókn og Björt framtíð (utan Reykjavíkur) sem bæta við sig fylgi á landinu öllu. Samfylkingin virðist þó suma staðar fara mjög halloka gagnvart Bjartri framtíð. VG stendur í stað en Sjálfstæðisflokkur tapar lítillega til viðbótar við slaka útkomu í síðustu kosningum.

Kjörsókn í sumum sveitarfélögum var óvenju lítil og hefur það væntanlega haft áhrif á úrslitin.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar