Það er ágætt að vinstri menn hafi ná saman um nýjan meirihluta í Reykjavík og ætli að laga húsnæðismál, lýðræði og bæta hag barnafjölskyldna.
Megi þeim ganga sem allra best með þau mikilvægu verkefni.
En það er annað sem skiptir miklu máli og er raunar eitt stærsta umhverfismálið í borginni.
Það er hirða almennra grassvæða og umhverfis.
Þar var oft slegið slöku við eftir hrun, væntanlega vegna niðurskurðar. En nú eru þeir tímar að baka og afsaka ekki lengur slugs og slóðaskap í umhverfismálum.
Grasflatir eru alltof sjaldan og illa slegnar enn sem komið er. Illgresi sleppur laust.
Nýr meirihluti í Reykjavík þarf að taka þetta föstum tökum – strax í dag!
Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir íbúa borgarinnar, heldur er þetta mikilvgt fyrir helstu vaxtargrein atvinnulífsins – ferðaþjónustuna.
Þessi mál þurfa að vera í góðu lagi.
Halló nýi meirihluti, hvað segið þið um þetta?
Mættum við fá fleiri og vandvirkari sláttumenn og aðra hirða gróðurs og umhverfis?
Fyrri pistlar