Það eru mikil tíðindi að nýskipaður forseti Framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, lýsti yfir í dag að ekki yrðu fleiri umsóknarlönd tekin inn í ESB á næstu fimm árum.
Hann segir þá miklu fjölgun aðildarríkja sem orðin er kalla á aðlögun og andrými innan sambandsins til að huga betur að virkni þess og starfsháttum.
Þetta þýðir að jafnvel þó Ísland vildi klára samningaviðræðurnar þá væri engin þörf á að hafa sérstaklega hraðar hendur í þeirri vinnu.
Ríkisstjórnin sem ekki vill klára aðildarsamninga á kjörtímabilinu getur einfaldlega sett málið til hliðar. Svo má kjósa um hvort taka eigi aftur upp viðræður á næsta kjörtímabili, ef aðstæður eru því hliðhollar.
Í reynd leysir þetta ESB málið í bili. Það liggur beint við að setja aðildarumsóknina á þann ís sem Juncker hefur fryst.
Aðildarsinnar jafnt sem andstæðingar geta sameinast um að setja málið í bið.
Við getum tekið okkur tíma og séð til hvernig ESB þróast og metið kosti og galla aðildar fyrir okkur af yfirvegum og í rólegheitum.
Með því höldum við öllu opnu og hámörkum valkosti framtíðarinnar fyrir Ísland.
Hér er það sem haft er eftir Juncker á BBC í kvöld:
He told MEPs: „Over the next five years, there won’t be any new member states acceding to the European Union.
„It’s hard to imagine that one of the candidate states with whom we are negotiating will have, in time, met all the accession criteria.“
Mr Juncker’s office confirmed to the BBC that his remarks were referring to countries already in an accession process with the EU and not to a hypothetical case involving Scotland.
Albania, Iceland, Montenegro, Serbia, Turkey and Macedonia are candidate countries for EU membership.
Fyrri pistlar