Þriðjudagur 02.09.2014 - 14:39 - FB ummæli ()

51 prósent velja ekki flokk

Í nýrri könnun um fylgi flokka sem birtist í dag er svörun óvenju léleg. Um 51% þeirra sem voru í úrtakinu velja engan flokk.

Hvað þýðir það?

Jú, það þýðir að óvenju lítið er byggjandi á þessari könnun. Það gildir ætíð að því lakari sem svörun er, þeim mun minna er hægt að byggja á niðurstöðunum.

Þetta er stundum svona á miðju kjörtímabili eða þegar nokkuð er liðið frá kosningum og nokkuð enn í þær næstu.

Fjölmilar hafa slegið því upp að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í sókn og hafi farið yfir 30% markið, í fyrsta sinn í langan tíma. Ekki er þó allt sem sýnist í því.

Kanski eru mikilvægustu tíðindin þau,  að óráðnum hefur fjölgað.

Með rúmlega helming úrtaksins óráðinn eða óvissan þýða niðurstöðurnar að um 15% úrtaksins hafi gefið upp stuðning við Sjálfstæðisflokkinn. Það er líklega harðasti kjarni flokksmanna á þeim bæ – þeir sem alltaf skila sér. Ekki er víst að flokkurinn eigi sama hlutfall af þeim sem ekki gefa sig upp í könnuninni og því getur raunverulegt fylgi verið minna en könnunin bendir til.

Annað sem lesa má úr þessari veiku könnun er að stjórnarandstaðan virðist ekki mikils megnug. Hámarks sundrung á vinstri og miðju stjórnmálanna, sem kom út úr síðustu kosningum, gerir val miðju og vinstri kjósenda erfitt og því eru óvenju margir þeirra óráðnir.

Flestir þeirra skila sér þó “heim” þegar nær kosningum dregur, að öðru óbreyttu.

Samt mætti líka segja að krataflokkarnir, Samfylkingin og Björt framtíð, séu samanlagt með mesta fylgið í þessari könnun, um 34% þeirra sem gefa sig upp. Þessir flokkar hafa algerlega sömu stefnu og greiða alltaf eins atkvæði í þinginu – og því nánast sami flokkurinn í tveimur deildum.

Ef fylgi VG væri bætt við vantar lítið upp á vinstri meirihluta. Þessu fylgir þó sama óvissa og ég benti á hér að ofan.

Hinn stóri hópur óráðinna þýðir væntanlega einnig að Framsókn geti átt inni meira fylgi en könnunin sýnir, því ætla má að margir bíði t.d. niðurstöðu um hversu mikið þeir fái í skuldalækkun.

Grundvallaratriðið er þó það, að þegar hópur þeirra sem ekki gefa sig upp á flokk fer yfir þriðjung verður ónákvæmni niðurstaðna kannana of mikil.

Með 51 prósent kjósenda óráðna er könnun óvenju veikur efniviður í ályktanir um raunverulegt fylgi flokka.

 

Síðasti pistill:  Neytendur búa til störfin – ekki þeir ríku

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar