Laugardagur 06.09.2014 - 08:47 - FB ummæli ()

Basl einstæðra foreldra á Íslandi

Í gær benti ég á óvenju mikla fátækt meðal einstæðra foreldra á Íslandi, í samanburði við hin Norðurlöndin.

Þar var miðað við tölur OECD um afstæða fátækt, þ.e. hlutfall einstæðra foreldra með minna en 50% af miðtekjum allra.

Það er sú mæling sem alla jafna sýnir góða útkomu Íslands í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar, sem eru með einna minnstu fátækt í heiminum og hafa lengi verið.

Tölur um erfiðleika við að láta enda ná saman í daglegum rekstri heimila benda hins vegar til talsvert meiri fjárhagsþrenginga á Íslandi almennt, einnig meðal þeirra sem eru undir fátæktarmörkum (sjá hér).

Hér á myndinni má sjá hlutfall einstæðra foreldra sem segjast einungis geta náð endum saman með miklum erfiðleikum.

Þetta er mæling sem taka ber sem vísbendingu um fátæktarbasl og það er afar mikið meðal einstæðra foreldra á Íslandi, mun meira en hjá öðrum barnafjölskyldum í landinu (gögnin koma frá Eurostat).

Takið eftir muninum á Íslandi og hinum norrænu þjóðunum. Við erum jafnvel fyrir ofan Bretland, sem þekkt er fyrir mikið fátæktarbasl almennt.

Basl einst foreldra

Síðasti pistill: Fátæk börn á Íslandi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar