Fimmtudagur 25.09.2014 - 11:20 - FB ummæli ()

Matur er of dýr – líka fyrir millistéttina

Þegar hagfræðingar segja að lægra álagningarþrep á matvæli sé óskilvirk leið til að bæta hag fólks með lægri tekjur, þá afbaka þeir það sem andstaða við hækkun matarskattsins snýst um.

Lægri álagning á matvæli snýst um að hafa mat ódýrari en ella væri.

Hækkun matarskatts gerir matvæli dýrari og leggst með meiri þunga á lægri og milli tekjuhópa.

Það er slæm leið að hækka skattinn því þá eykst framfærslukostnaður heimila.

Lægri tekjuhópar hafa minna svigrúm en aðrir til að taka á sig hækkun nauðsynjaútgjalda. Það er minna mál hjá okkur sem erum hátekjumenn.

En matur á Íslandi er líka of dýr fyrir venjulegt fólk í millistétt. Alltof dýr.

Það er ekki á íslenska okrið bætandi.

Að vísu má hugsa sér að bæta hækkun matarskattsins upp með mótvægisaðgerðum (hækkun barnabóta og niðurfellingu vörugjalda á sjónvörp og önnur slík tæki, eins og nú er boðað).

Gallinn er sá, að þær mótvægisaðgerðir sem fjármálaráðherra býður uppá eru hvergi nærri nógu veigamiklar. Margir munu finna fyrir skattahækkunum að óbreyttu.

Hækkun persónufrádráttar þyrfti því einnig að koma til – svo þetta verði alvöru skattalækkun eða óbreytt staða.

Betri leið er þó að lækka efra álagningarþrepið rólegra en nú er áformað og fella einnig niður vörugjöldin, en láta lægra álagningarþrepið óhreyft.

Það er ekkert í þjóðfélaginu eða skattkerfinu sem kallar á hækkun matarskattsins (sjá hér).

Stóð annars ekki til að lækka skatta?

Ég minnist þess ekki að Bjarni Benediktsson hafi boðað lækkanir og hækkanir í bland – sem í besta falli jafni hvor aðra út.

 

Síðasti pistill:  Bjarni, hvar er vúdú-hagfræðin núna?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar