Mánudagur 06.10.2014 - 11:04 - FB ummæli ()

DV tekur flugið á ný

Það er ánægjulegt að sjá að átökunum um stjórnun DV virðist hafa lyktað á farsælan hátt – þrátt fyrir allt.

Það var vel til fundið hjá nýjum stjórnarmeirihluta að ráða Hallgrím Thorsteinsson sem ritstjóra, vel menntaðan og vel reyndan fjölmiðlamann.

Jóhann Hauksson hefur einnig verið ráðinn að blaðinu á ný, og nú sem fréttastjóri, en hann er afar öflugur blaðamaður og þjóðmálaspekingur hinn mesti (sbr. nýlega bók hans).

Það sama má segja um Inga Frey Vilhjálmsson, sem verður áfram á blaðinu og nú sem ritstjórnarfulltrúi (sjá nýlega bók hans).

Síðan eru verðlaunablaðamennirnir Jóhann Páll og Jón Bjarki áfram á vaktinni, ásamt mörgum góðum liðsmönnum.

Í síðustu viku var DV með afar fróðlega úttekt á eftirlitsstofnunum sem eiga undir högg að sækja, vegna niðurskurðar og frjálshyggjuóra.

Blaðið virðist ætla að sækja fram af fullum þunga, bæði með fróðlegar úttektir og áhugavert efni fyrir þjóðmálaumræðuna – auk líflegs afþreyingarefnis.

Í DV má líka finna öfluga pistlahöfunda og ekki má gleyma Skerjafjarðarskáldinu Kristjáni Hreinssyni, sem skrifar stórskemmtilega pistla í blaðið.

Vonandi gengur DV-mönnum vel að fjölga lesendum og áskrifendum.

DV gegnir afar mikilvægu hlutverki í fjölmiðlaflórunni og þjóðmálaumræðunni.

 

Síðasti pistill:  Eignaskiptingin – lítill hlutur millistéttar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar