Mánudagur 24.11.2014 - 15:51 - FB ummæli ()

Heilsugeirinn: Er Valhöll alveg sama?

Læknaverkfallið dregst á langinn með alvarlegum afleiðingum. Staða Landsspítalans er afleit og versnar.

Sjálfstæðismenn fara bæði með heilbrigðismálin og fjármálin í ríkisstjórninni. En þeir sýna engin merki um áhuga á að leysa þessi mál, sem eru einhver þau mikilvægustu sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Þeir láta bara reka á reiðanum.

Ég verð var við að sífellt fleiri spyrja sig að því, hvort þetta sé að yfirlögðu ráði, til að greiða fyrir auknu hlutverki einkarekinnar heilbrigðisþjónustu.

Í Sjálfstæðisflokknum hefur verið mikill stuðningur við aukinn einkarekstur heilbrigðisþjónustu. Það á m.a. rætur í hinni róttæku frjálshyggju, sem fyrirlítur allt sem ríkið gerir og heldur að einkareknir gróðapungar geri alltaf betur.

Þó slíkir aðilar hafi nýlega sett sjálfa þjóðarskútuna á hliðina þá breytir það engu um kreddu frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum.

Þó einkarekna heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sé um 50% dýrara en þau skandinavísku, sem einnig skila betri árangri, þá breytir það engu fyrir frjálshyggjuróttæklingana.

Meðal yngri frjálshyggjumanna eru frændur okkar í Skandinavíu kallaðir “skandífasistar” af því þeir hafa haft ríkisrekna spítala!

Sáuð þið þetta? Frjálshyggjuróttæklingar í Sjálfstæðisflokki kalla frændur okkar “skandífasista”!

Þessir “hugsjónamenn” í Sjálfstæðisflokknum vilja frekar að Sjóvá reki sjúkrahús, að bandarískri fyrirmynd (sjá hér).

Þeir virðast frekar vilja bandarískt auðræði en skandinavískt lýðræði!

Frjálshyggjuróttæklingarnir eru sem sagt ekki í neinu sambandi við veruleikann, en kyrja trúarofstæki í gríð og erg. Það er dapurlegt, en um leið hættulegt fyrir íslenska þjóð.

Það er því full ástæða til að spyrja, hvort stefna Sjálfstæðismanna sé að láta ríkisreknu heilbrigðisþjónustuna molna enn frekar niður í þeirri von að jarðvegur skapist fyrir aukna einkarekna heilbrigðisþjónustu – að bandarískri fyrirmynd.

Framsókn er þó ekki sama um heilbrigðismálin og forsætisráðherra boðar stórauknar fjárveitingar til þeirra. Vonandi gengur það eftir. Þetta þarf að skýrast sem allra fyrst.

 

Síðasti pistill:  Útgönguskattur eða skaðabætur?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar