Sunnudagur 07.12.2014 - 16:41 - FB ummæli ()

Landsbankinn einkavæðir með risaafslætti

Kjarninn hefur undanfarið upplýst um vafasama sölu Landsbankans á stórum eignarhlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun. Bankinn vill einnig selja hlut sinn í VISA (Valitor) – en þó helst án útboðs.

Þeir vilja bara selja til handvalinna kaupenda – í kyrrþey.

Þykjast fá gott verð og senda svo frá sér fréttatilkynningu á rúnaletri, sem enginn skilur. Þýða það svo þannig, að Samkeppniseftirlitið banni þeim að selja Borgun með eðlilegum hætti!

Nú hefur Kjarninn einnig upplýst að verðið á eignarhlutinum í Borgun er ótrúlega lágt. Bæði samanborið við önnur íslensk fyrirtæki og samanborið við erlend greiðslukortafyrirtæki.

Þetta telst þá vera einkavæðing með risaafslætti – þar eð Landsbankinn á að heita í nærri 100% ríkiseigu.

Fjármálaráðuneytið hefur yfirumsjón með ráðstöfun eigna ríkisins. Spurning er hvort það hafi samþykkt þessa sérstöku jólabrunaútsölu?

Er það virkilega svo, einungis 5 árum eftir hrun, að við þurfum að búa við svona vafasama viðskiptahætti á ný?

Og það hjá sjálfum ríkisbankanum?

 

Síðasti pistill:  Er báknið alltaf að þenjast út?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar