Kjarninn hefur undanfarið upplýst um vafasama sölu Landsbankans á stórum eignarhlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun. Bankinn vill einnig selja hlut sinn í VISA (Valitor) – en þó helst án útboðs.
Þeir vilja bara selja til handvalinna kaupenda – í kyrrþey.
Þykjast fá gott verð og senda svo frá sér fréttatilkynningu á rúnaletri, sem enginn skilur. Þýða það svo þannig, að Samkeppniseftirlitið banni þeim að selja Borgun með eðlilegum hætti!
Nú hefur Kjarninn einnig upplýst að verðið á eignarhlutinum í Borgun er ótrúlega lágt. Bæði samanborið við önnur íslensk fyrirtæki og samanborið við erlend greiðslukortafyrirtæki.
Þetta telst þá vera einkavæðing með risaafslætti – þar eð Landsbankinn á að heita í nærri 100% ríkiseigu.
Fjármálaráðuneytið hefur yfirumsjón með ráðstöfun eigna ríkisins. Spurning er hvort það hafi samþykkt þessa sérstöku jólabrunaútsölu?
Er það virkilega svo, einungis 5 árum eftir hrun, að við þurfum að búa við svona vafasama viðskiptahætti á ný?
Og það hjá sjálfum ríkisbankanum?
Fyrri pistlar