Miðvikudagur 10.12.2014 - 12:16 - FB ummæli ()

Ráðherrann með reisupassann!

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra, lætur ekki segjast og vill troða “náttúrupassa” sínum ofan í kok þjóðarinnar.

  • Hirðir ekki um andstöðu í ferðamálageiranum.
  • Hirðir ekki um aldagamla hefð fyrir frjálsu aðgengi almennings að náttúru Íslands.
  • Hirðir ekki um dýran framkvæmdamáta.
  • Hirðir ekki um andstöðu almennings.

En hvers vegna?

Svo virðist sem ráðherrann vilji ganga erinda hóteleigenda sem ekki vilja gistináttaskatt eða hærra þrep virðisaukaskatts á ferðaþjónustu (þó hvoru tveggja sé algengt í grannríkjunum).

Ráðherrann virðist líka ætla að leyfa landeigendum að vera sjálfir með gjaldtöku, eins og fitjað var uppá í fyrra.

Kanski er megin markmið ráðherrans með “náttúrupassanum” að lögmæta gjaldtöku landeigenda. Ríkið verði með gjaldtöku í formi náttúrupassa á sínum svæðum – og þá megi landeigendur rukka hver á sinni þúfu.

Fyrir almenning og erlenda ferðamenn verður gjaldtakan þá fljótt miklu meiri en nemur einungis gjaldi fyrir passa ráðherrans.

Náttúra Íslands gæti öll á skömmum tíma orðið einn allsherjar súpumarkaður – þar sem fjöll, lækir og berjamó verða verðlögð eins og „vara“ í hillum búðanna.

Niðurstaða ráðherrans beinist þannig í átt víðtækrar gjaldtökuvæðingar á landinu öllu. Verður það spennandi ásýnd fyrir ferðamenn – íslenska sem erlenda?

Þetta væri hins vegar mjög í anda þeirrar auðhyggju og peningagildismats sem flokksmenn ráðherrans boða með róttækri frjálshyggju sinni.

Skítt með frelsi almennings til að njóta Íslands. Frelsi landeigenda og fjármagns er miklu mikilvægara í Sjálfstæðisflokknum.

Kanski almenningur sýni ráðherranum þann passa sem hér hæfir:  reisupassann – rauða spjaldið!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar