Mánudagur 22.12.2014 - 20:51 - FB ummæli ()

Almenningur styður lækna

Mörgum finnst furðulegt hversu mjög læknaverkfallið hefur dregist á langinn. Vandi hleðst upp og fyrr en varir verður tjónið talið í mannslífum.

Kannanir hafa sýnt að allur þorri almennings styður veglega launahækkun til lækna í opinbera heilbrigðiskerfinu.

Um 90% segjast styðja lækna beint eða eru hlutlaus, samkvæmt könnun Gallups. Einungis 10% eru andvíg launakröfum lækna – sennilega frjálshyggjukjarninn í Sjálfstæðisflokknum.

Ef vilji væri til að semja í Valhöll þá væri búið að gera það. Almenningur er ekki að fara fram á sömu launahækkun og læknar. Enginn þarf að óttast það.

Fólk skilur að málið snýst um að bjarga heilbrigðisþjónustu okkar frá því að holast að innan og hrynja. Skriða uppsagna sérhæfðra lækna er þegar hafin. Hana verður að stöðva strax og snúa vörn í sókn.

Ef Sjálfstæðismenn vilja brjóta niður opinberu heilbrigðisþjónustuna til að greiða einkarekinni þjónustu leið, að bandarískri fyrirmynd, þá eiga þeir að þora að segja það og bera ábyrgð á þeirri afstöðu.

Vonandi þekkja þó stjórnvöld í ráðuneytum heilbrigðismála og fjármála vitjunartíma sinn og leysa málið á viðunandi hátt – í sátt við þjóðina.

Sýna þarf jákvæðan vilja í verki – annars fer illa fyrir okkur öllum.

 

Síðasti pistill:  Við greiðum Icesave – með bros á vör!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar