Olíuverð hefur lækkað um nálægt 50% á heimsmarkaði.
Verðið á bensíni til almennings hér á landi hefur hins vegar aðeins lækkað um 20% (sjá hér).
Þarna munar miklu.
Ætla má að sanngjarnt væri að lækkun um 50% á heimsmarkaði skilaði sér í a.m.k. 25% lækkun á smásöluverði hér á landi, að teknu tilliti til opinberra gjalda og flutningskostnaðar.
Olíufélögin hafa því aukið álagningu sína í stað þess að láta neytendur njóta lækkunar á innkaupsverðinu til fulls.
Olíufélögin íslensku hafa sem sagt tekið drjúgan hluta af lækkuninni til sín.
Olíufélögin eru hins vegar alltaf fljót að hækka verð til neytenda þegar heimsmarkaðsverð hækkar. Bara samdægurs – og til fulls sýnist manni.
Er þetta er ein birtingarmynd “sjálftökuhagkerfisins”, þar sem neytendur eru í hugum fyrirtækjaeigenda sem eins konar “skattstofn” eða “auðlind”, sem má arðræna?
Samkeppni milli bensínstöðva sýnist manni oft vera sýndarsamkeppni, gjarnan með vistarbandi eins og tíðkaðist á miðöldum (með viðskiptatryggð, t.d. í formi vildarkorta og vildarlykla, sem veita oft lítið meira en sýndarfríðindi).
Þetta gildir væntanlega mest um stærri olíufélögin sem njóta hagstæðari kjara við innkaup en þau smærri.
Síðasti pistill: Tekjuskiptingin – Góð umsögn í virtu fagtímariti
Fyrri pistlar