Föstudagur 16.01.2015 - 11:39 - FB ummæli ()

Er rétt að selja Alþingishúsið?

Þegar RÚV var hlutafélagavætt árið 2007 fékk það í vöggugjöf óviðráðanlegar lífeyrisskuldbindingar, sem rekstrinum var þó ætlað að bera. Kjarninn gerir ágæta grein fyrir þessu í dag.

RÚV réð aldrei við lífeyrisskuldbindingarnar og tók lán fyrir þeim. Það lán er nú að drekkja Ríkisútvarpinu, þrátt fyrir mikinn sparnað í rekstri á síðustu árum.

Þarna var undarlega að verki staðið, rétt eins og menn hefðu viljað stefna RÚV í ógöngur með hlutafélagavæðingunni.

Stjórnvöld vilja ekki endurskipuleggja fjárhag miðilsins nú með léttingu lífeyrisskuldbindinga. Þá er fátt til ráða, annað en risavaxinn niðurskurður til viðbótar.

Leiðin sem helst virðist fær er sögð sú, að selja útvarpshúsið og leigja ódýrt húsnæði fyrir RÚV úti í bæ. Þá væri hægt að greiða niður skuldina vegna lífeyrisskuldbindinganna og hugsanlega ná endum saman.

Þætti það góð leið hjá BBC í Bretlandi að selja höfuðstöðvarnar í London til að laga skammtímarekstur? Eða hjá TV France í París?

Ja, væri það góð leið að selja Alþingishúsið til að minnka skuldir ríkissjóðs? Þar mætti til dæmis opna glæsilegt spilavíti.

Eða selja Þingvelli undir sumarbústaðaland? Eða bara til „landgreifa“, sem gætu gert sér mat úr þjóðgarðinum með náttúrupassanum?

“Góð leið fyrir hvern? ” er lykilspurning í þessu samhengi.

Sala útvarpshússins væri fyrst og fremst góð leið fyrir þá sem vilja veg RÚV minni.

Sala Þingvalla væri sömuleiðis góð eingöngu fyrir þá sem vilja veg þjóðarinnar minni – en eigin gróða meiri.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar