Miðvikudagur 04.03.2015 - 10:58 - FB ummæli ()

Krossinn í Colosseum

Colosseum í Róm, sem með réttu heitir Flavíska hringleikahúsið, er eitt mikilvægasta tákn borgarinnar fyrr og síðar. Það er í senn tákn um mikilfengleika rómverskrar byggingarlistar og grimmd menningarinnar sem ríkti á gullöld Rómar.

Á sviði hringleikahússins voru settar upp stórfenglegar sýningar, en frægast er það líklega fyrir hina blóðugu leika þar sem skylmingarþrælum og dýrum var slátrað, áhorfendum til skemmtunar.

Colosseum var byggt á innan við áratug upp úr árinu 70, sem var mikið afrek. Eftir að Kristnin varð ríkjandi í Rómarveldi breyttust viðhorfin hins vegar og grimmilegir leikarnir sem einkenndu Colosseum féllu í ónáð – og byggingin þar með.

Hún stóð þó áfram en með tímanum skemmdist hún af jarðskjálftum, eldingum, brunum og öðrum eyðandi öflum náttúrunnar.

Mannshöndin kom þar þó líka við sögu, því byggingarefni úr hinu glæsilega hringleikahúsi var tekið til annarra nota, ekki síst verðmætir málmar og marmari sem þakti alla veggi, stiga og gólf. Marmarinn á tröppunum að Péturskirkju kom til dæmis úr Colosseum.

Áhrif Kristninnar urðu þannig upphaflega til að grafa undan hlutverki Colosseum, með því að vinna gegn blóðfórnum í skemmtunarskyni.

En á efri hluta miðalda höfðu öfl kaþólsku kirkjunnar mikið með það að gera, að það sem eftir stóð af beinagrind Colosseums var varðveitt. Það var meðal annars gert til minningar um kristnu píslarvottana sem slátrað var á sviðinu í Colosseum.

Af þeim sökum er mjög við hæfi að krossinn rísi yfir rústum leiksviðsins í Colosseum nú á dögum.

Hér að neðan er mynd sem ég tók í Colosseum í fyrra, en hún vísar til þessara tvíþættu áhrifa kristninnar á hið glæsta hringleikahús.

89-DSC_7364b1

Hér eru fleiri myndir frá Róm í galleríi mínu á netinu (sem ekki er fullklárað þó).

Síðasti pistill:  Staðan í stjórnmálunum

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar