Hér er smá ljósmynda-ritgerð (photo-essay) um hátíðarhöld verkalýðsins sem fram fóru í Reykjavík í gær.
Myndir segja meira en þúsund orð, segir máltækið. Í samræmi við efnið er þessi myndasería full af skilaboðum og pólitík – og með smá grafísku yfirbragði.
Óvenju mikil þátttaka var í kröfugöngunni og fundahöldunum á Ingólfstorgi.
Fátt jafnast á við að heyra Lúðrasveit verkalýðsins spila Internationalinn á 1. maí. Það fylgir manni út í gegnum lífið.
Millistéttin var áberandi í kröfugöngunni, enda háskólamenn í verkfalli.
Kröftugur fundur á Ingólfstorgi. Bárujárnshús í forgrunni. Það fer vel á því, enda voru Bárufélög sjómanna fyrstu verkalýðsfélögin á Íslandi.
Alvara málsins – og smá pizza.
Sjávarútvegsmálin ofarlega í huga.
Allir mættir – og burt með auðvaldið!
Einbeittir baráttumenn.
Verkalýðsbaráttan er alþjóðleg – líka í Reykjavík.
Öreigar allra stétta sameinuðust.
„Ekki skatta fátækt“, segja öryrkjar. Þeir mótmæla matarskatti og lágum bótum.
Úlfar á ferli.
Atvinna og jafnrétti fyrir alla.
„Þjóðin á fiskinn“, segja þingmenn ungu kynslóðarinnar.
Reykjavíkurdætur rappa gegn nýfrjálshyggju og auðræði.
Vinstri beygja bönnuð – segja umferðarskiltin!
Alþýðufylkingin hélt framhaldsfund. Vladimir formaður þeirra hélt þrumuræðu og söng stef úr Nallanum – mjög impónerandi. Flestir voru þó farnir í verkalýðskaffi.
Maísólin skein á alla.
„Jöfnuður býr til betra samfélag“, var kjörorð dagsins.
Fyrri pistlar