Fimmtudagur 06.08.2015 - 20:49 - FB ummæli ()

Jöklar hverfa – en frjálshyggjan blífur

Sífellt safnast upp sönnunargögn um hlýnun lofthjúpsins og vísindamenn vara við alvarlegum afleiðingum fyrir jarðarbúa.

Morgunblaðið segir í dag frá því að jöklar séu hvarvetna að hverfa, óvenju hratt – líka á Íslandi. Vegna hnattrænnar hlýnunar af manna völdum.

En frjálshyggjumenn á Vesturlöndum hafa véfengt slíkar niðurstöður vísindamanna og telja allt tal um hnattræna hlýnun vera „árás á kapítalismann“! Þeir boða því afskiptaleysisstefnu gagnvart loftslagsvandanum. Það gera þeir líka í málum fjármálamarkaðarins.

Frjálshyggjumenn, og sérstaklega nýfrjálshyggjumenn (neoliberals), eru augljóslega ákveðnir í að læra ekkert af vísindum né af fjármálakreppunni. Halda bara áfram trúboði sínu um óhefta markaðshyggju, auðræði og afskiptaleysisstefnu, eins og ekkert hafi í skorist!

Þeir hafna öllu jarðsambandi og fljóta sofandi að feigðarósi.

Jafnvel þó Mogginn bendi á að jöklarnir séu að hverfa…

Í besta falli segja frjálshyggjumenn að þetta lendi á framtíðarkynslóðum og spyrja svo: “Hvað hafa framtíðarkynslóðir gert fyrir okkur? Við skuldum þeim ekkert! Höldum frekar áfram að græða og grilla.”

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur leitt baráttu frjálshyggjumanna hér á landi og gerir enn.

Eftirfarandi eru klassísk orðaskipti hans og Guðna Elíssonar prófessors, en Guðni afhjúpaði eftirminnilega götin í málflutningi Hannesar Hólmsteins um loftslagsmálin fyrir nokkrum misserum:

Hannes sagði:

„Hvernig í ósköpunum ættum við að trúa þessu fólki (vísindamönnum)? Og það, sem meira er: Hvers vegna ættum við að afsala okkur þægilegu lífi venjulegs Vesturlandamanns fyrir orð þeirra ein? Kapítalisminn hefur fært okkur stórkostleg lífsgæði. Ég ætla ekki í björgunarbátinn, fyrr en ég er viss um, að skipið sé að sökkva“.

Guðni svaraði þessu í grein sinni:

„Stærsta áhættan sem menn geta tekið lýtur að lífi mannkynsins á jörðinni. Þrátt fyrir það hafa ýmsir af þeim sem Hannes fylgir að málum sett fram þá kröfu að við gerum ekkert. Hannes segir sjálfur: „Ég ætla ekki í björgunarbátinn, fyrr en ég er viss um, að skipið er að sökkva.“ Líkingin slær Hannes blindu. Hvert flýr sá sem kemst hvergi?“

Fyrirhyggja er sem sagt frjálshyggjumönnum fjarri. Vilja láta óheftan markaðinn skeika að sköpuðu.

Hér að neðan má svo sjá frjálshyggjumenn í björgunarbátnum. Hannes hefur fyrir þeim orð.

Slide1

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar