Föstudagur 14.08.2015 - 13:51 - FB ummæli ()

Biskup blessar syndina

Biskup nýfrjálshyggjunnar á Íslandi, heilagur Hannes frá Hólmsteini, hefur kveðið upp úr um það, að vændi skuli ekki lengur teljast ámælisvert, ólíkt því sem kristin kirkja hefur boðað í rúm 2000 ár.

Vændi er einungis eitt af þeim “atvinnutækifærum” sem konur geta nýtt sér til lífsviðurværis, segir hann.

Ekki sé sanngjarnt af kvenréttindakonum af hafa slík tækifæri af öðrum konum.

Hmmmm….

Þetta er að vísu rökrétt út frá lífsskoðun nýfrjálshyggjunnar. Þar er í forgangi frelsi til hvers konar viðskipta og réttur til að safna eignum. Annað er víkjandi.

Fyrirbæri eins og manngildi og mannréttindi skipta minna máli. Mannleg virðing og réttlæti sömuleiðis.

Réttur allra til lágmarkslífsgæða og velferðar leiðir bara til skattheimtu sem hamlar viðskiptafrelsinu, segir í helgiritum nýfrjálshyggjunnar.

Fólk er sumsé bara markaðsvarningur í heimi Hólmsteins. Hvorki meira né minna. Það má meðhöndla eins og hverja aðra söluvöru.

 

Atvinnutækifæri hjá mafíunni

Það sama gildir auðvitað á öðrum sviðum.

Eða hvers vegna skyldi fólk amast við því að ungir menn fari til starfa fyrir mafíuna í Rússlandi eða Mexíkó?

Þar er hægt að hafa góðar tekjur – að minnsta kosti til skemmri tíma.

Gildir einu þó starfsemin felist í því að greiða ungu fólki leið til glötunar og að mafíósar myrði stundum keppinauta sína og aðra sem kunna að standa þeim í vegi.

Já, hvers vegna skyldu menn láta siðferði, mannréttindi og manngildi flækast fyrir góðum markaðsviðskiptum?

Slíkt eru bara viðskiptahindranir í heimi nýfrjálshyggjunnar!

 

Síðasti pistill:  Mikil ánægja með íslenska menntakerfið

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar