Verðlag á Íslandi hefur lengi verið eitt það hæsta í heimi. Einungis heitt vatn og rafmagn hafa kostað markvert minna hér en annars staðar í Evrópu.
Öll skref til að lækka verðlagið í landinu eru því mikilvæg – það er önnur en lækkun launa.
Þannig var það gott skref hjá ríkisstjórninni að fella niður vörugjöld á rafeindatækjum, byggingavörum, varahlutum og annarri vöru um síðustu áramót. Verra var þó að matarskatturinn var hækkaður í staðinn.
En nú í síðustu viku undirritaði Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra samkomulag við Evrópusambandið um gagnkvæma lækkun á tollum á unninni matvöru.
Það er fínt skref.
Í fjárlögum næsta árs er kveðið á um lækkun tolla á skóm og fatnaði, strax um áramótin næstu. Það er einnig gott, léttir af verðbólguþrýstingi og eflir verslun með þessa vöru innanlands.
Allt bætir þetta hag heimilanna og því ber að fagna.
Fyrri pistlar