Laugardagur 19.09.2015 - 13:34 - FB ummæli ()

Góð skref ríkisstjórnarinnar

Verðlag á Íslandi hefur lengi verið eitt það hæsta í heimi. Einungis heitt vatn og rafmagn hafa kostað markvert minna hér en annars staðar í Evrópu.

Öll skref til að lækka verðlagið í landinu eru því mikilvæg – það er önnur en lækkun launa.

Þannig var það gott skref hjá ríkisstjórninni að fella niður vörugjöld á rafeindatækjum, byggingavörum, varahlutum og annarri vöru um síðustu áramót. Verra var þó að matarskatturinn var hækkaður í staðinn.

En nú í síðustu viku undirritaði Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra samkomulag við Evrópusambandið um gagnkvæma lækkun á tollum á unninni matvöru.

Það er fínt skref.

Í fjárlögum næsta árs er kveðið á um lækkun tolla á skóm og fatnaði, strax um áramótin næstu. Það er einnig gott, léttir af verðbólguþrýstingi og eflir verslun með þessa vöru innanlands.

Allt bætir þetta hag heimilanna og því ber að fagna.

 

Síðasti pistill:  Er mikil byrði af lífeyrisþegum á Íslandi?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar