Sunnudagur 18.10.2015 - 23:08 - FB ummæli ()

Stríðið gegn flóttafólki

Í fyrra fluttu 1.873 erlendir ríkisborgarar til Íslands (þ.e. aðfluttir umfram brottflutta). Árið 2013 voru þeir 1.634.

Flestir koma þeir hingað óáreittir, vegna þess að þeir eru frá löndum Evrópusambandsins. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og verðum að veita þeim landvist. Getum sjálf flutt til ESB-landa í staðinn.

Nú er hins vegar verið að neita tveimur barnafjölskyldum um dvalarleyfi hér á landi. Önnur kom frá hinu stríðshrjáða Sýrlandi og hin er frá Albaníu. Bæði löndin eru utan Evrópusambandsins.

Maður sér þó ekki brýna þörf á að senda þau burt.

Ég hef raunar lengi undrast hversu hart er tekið á flóttafólki sem hingað kemur.

Ekki síst í ljósi þess hve mörgum innflytjendum við tökum við í venjulegu árferði.

Hvað munar um tvær fjölskyldur í viðbót þegar við tökum við hátt í tvö þúsund innflytjendum á ári? Þetta er vinnufært fólk og það vantar vinnuafl í landinu.

Stóð annars ekki til að taka við flóttafólki frá Sýrlandi?

Er það góð byrjun að senda þá til baka sem þegar hafa komið hingað af sjálfdáðum?

Um hvað snýst annars þessi viðvarandi harðneskja í garð flóttafólks?

Halda menn að landið muni fyllast í einni svipan, ef það spyrst að hingað hafi eitthvað af flóttafólki fengið að koma?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar