Meðal helstu ástæða hruns bankanna haustið 2008 voru ófagleg vinnubrögð stjórnenda þess.
Bankakerfið var síðan endurreist með framlagi skattgreiðenda og er nú að hluta í eigu ríkisins (skattgreiðenda).
Hið endurreista bankakerfi hefur þó ekki beinlínis slegið í gegn! Hneykslunarefni hafa hlaðist upp. Hér eru nokkur dæmi…
- Borgunarmálið
- Símamálið
- Fleiri vafasamar eignasölur
- Bónusgreiðslur
- Miklar launahækkanir stjórnenda
- Alltof háir vextir útlána
- Frumskógur þjónustugjalda
- Alltof há þjónustugjöld banka og kortafyrirtækja
- Léleg þjónustu
- …o.s.frv.
Svo bætist við að þetta auma bankakerfi, sem engin verðmæti skapar, skilar ofurgróða – 107 milljörðum á einu ári.
Góðinn hér virðist vera 5 til 6 sinnum meiri hlutfallslega en í Bandaríkjunum, þar sem flestum þykir nóg um (sjá hér).
Allt virðist þetta vera til marks um að stjórnendur bankakerfisins séu enn með sama hugarfarið og var á árunum fyrir hrun – þó „hin tæra snilld“ þeirra sé enn sem komið er ekki jafn stórtæk.
Öllum er misboðið!
En mun eitthvað breytast?
Eru stjórnmálamenn okkar ekki örugglega á fullu að hanna áætlanir um að breyta þessu?
Fyrri pistlar