Föstudagur 26.02.2016 - 15:05 - FB ummæli ()

Bankar: Öllum er misboðið – en breytist eitthvað?

Meðal helstu ástæða hruns bankanna haustið 2008 voru ófagleg vinnubrögð stjórnenda þess.

Bankakerfið var síðan endurreist með framlagi skattgreiðenda og er nú að hluta í eigu ríkisins (skattgreiðenda).

Hið endurreista bankakerfi hefur þó ekki beinlínis slegið í gegn! Hneykslunarefni hafa hlaðist upp. Hér eru nokkur dæmi…

  • Borgunarmálið
  • Símamálið
  • Fleiri vafasamar eignasölur
  • Bónusgreiðslur
  • Miklar launahækkanir stjórnenda
  • Alltof háir vextir útlána
  • Frumskógur þjónustugjalda
  • Alltof há þjónustugjöld banka og kortafyrirtækja
  • Léleg þjónustu
  • …o.s.frv.

Svo bætist við að þetta auma bankakerfi, sem engin verðmæti skapar, skilar ofurgróða – 107 milljörðum á einu ári.

Góðinn hér virðist vera 5 til 6 sinnum meiri hlutfallslega en í Bandaríkjunum, þar sem flestum þykir nóg um (sjá hér).

Allt virðist þetta vera til marks um að stjórnendur bankakerfisins séu enn með sama hugarfarið og var á árunum fyrir hrun – þó „hin tæra snilld“ þeirra sé enn sem komið er ekki jafn stórtæk.

Öllum er misboðið!

En mun eitthvað breytast?

Eru stjórnmálamenn okkar ekki örugglega á fullu að hanna áætlanir um að breyta þessu?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar