Þriðjudagur 01.03.2016 - 23:45 - FB ummæli ()

Karl Garðarsson skorar enn!

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, hefur ítrekað vakið athygli fyrir málefnalegar tillögur á þinginu.

Hann tekur á því sem máli skiptir fyrir almenning.

Til dæmis skattavikum, bankaokrinu, fjármálakerfinu, kennitöluflakki… svo nokkur nýleg dæmi séu tekin.

Karl hefur nýlega lagt fram tillögu, ásamt fulltrúum allra flokka nema Sjálfstæðisflokks, um aðgerðir til að sporna hóflega gegn kennitöluflakki. Það er löngu tímabært verkefni…

Í kvöld var Karl í Kastljósi að rökræða við Brynjar Níelsson frá Sjálfstæðisflokknum um kennitöluflakkið.

Það var dapurlegt að hlusta á Brynjar tafsa og stama upp þunnum punktum sínum, um að tillögur Karls og félaga væru „íþyngjandi fyrir fyrirtæki“!

Já, auðvitað eru siðareglur og lög landsins íþyngjandi fyrir Sjálfstæðismenn!

Þeir virðast vilja hafa frelsi til að brjóta lög og hlaupa undan ábyrgð.

Þess vegna er það einmitt iðjuleysi sem einkennir þann ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem með málið fer, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.

„Verkin tala“ segja menn stundum.

Hjá Sjálfstæðisflokknum er það iðjuleysið „sem talar“ í kennitöluflakks-málinu!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar