Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, hefur ítrekað vakið athygli fyrir málefnalegar tillögur á þinginu.
Hann tekur á því sem máli skiptir fyrir almenning.
Til dæmis skattavikum, bankaokrinu, fjármálakerfinu, kennitöluflakki… svo nokkur nýleg dæmi séu tekin.
Karl hefur nýlega lagt fram tillögu, ásamt fulltrúum allra flokka nema Sjálfstæðisflokks, um aðgerðir til að sporna hóflega gegn kennitöluflakki. Það er löngu tímabært verkefni…
Í kvöld var Karl í Kastljósi að rökræða við Brynjar Níelsson frá Sjálfstæðisflokknum um kennitöluflakkið.
Það var dapurlegt að hlusta á Brynjar tafsa og stama upp þunnum punktum sínum, um að tillögur Karls og félaga væru „íþyngjandi fyrir fyrirtæki“!
Já, auðvitað eru siðareglur og lög landsins íþyngjandi fyrir Sjálfstæðismenn!
Þeir virðast vilja hafa frelsi til að brjóta lög og hlaupa undan ábyrgð.
Þess vegna er það einmitt iðjuleysi sem einkennir þann ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem með málið fer, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.
„Verkin tala“ segja menn stundum.
Hjá Sjálfstæðisflokknum er það iðjuleysið „sem talar“ í kennitöluflakks-málinu!
Fyrri pistlar