Sunnudagur 20.03.2016 - 09:12 - FB ummæli ()

Gistináttagjald er besta leiðin

Ég tek undir með Jónasi Kristjánssyni þegar hann mælir með gistináttagjaldi og hertri innheimtu á virðisaukaskatti, til að fjármagna umbætur fyrir ferðaþjónustuna.

Aðgerðaleysi ráðherra ferðamála er orðið ámælisvert.

Eftir að hinni afleitu hugmynd hennar um náttúrupassa var hafnað þá hefur hún ekkert gert í málinu.

Á meðan hefur þörfin hlaðist upp.

Ferðaþjónustan rekst áfram á grundvelli afskiptaleysisstefnu, líkt og var í fjármálakerfinu á áratugnum fram að hruni. Gylfi Zoega hagfræðingur líkti þessu tvennu saman í afar góðri grein fyrir skömmu.

Mér finnst almennt að innheimta eigi það fé sem þarf fyrir ferðaþjónustuna fyrst og fremst af erlendu ferðafólki og hlífa Íslendingum við slíkri gjaldtöku, þó það sé hugsað til að verja íslenska náttúru.

Meiningin var að ferðaþjónustan væri tekjuöflun fyrir Íslendinga en ekki nýtt tilefni til skattheimtu á þjóðina.

Nægar eru skattbyrðar almennings nú þegar! Raunar of miklar…

Gistináttagjaldið er best til þess fallið að hlífa Íslendingum, en komugjald og úrbætur á virðisaukastattkerfinu eru næst bestu kostirnir.

Svo má líka blanda þessum leiðum.

En aðgerðaleysið er versta leiðin – næst á eftir náttúrupassanum sáluga.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar