Föstudagur 15.04.2016 - 15:04 - FB ummæli ()

Skattsvikamálin: Stórmerk grein Gunnars Smára

Í Fréttatímanum í dag er stórmerk grein, eftir ritstjórann Gunnar Smára Egilsson, um það hvernig stjórnvöld á Íslandi studdu kerfisbundið við skattaundanskot efnafólks á liðnum áratugum (sjá hér).

Þetta var sérstaklega afgerandi á áratugnum fram að hruni, þegar stjórnvöld lögðu lykkju á leið sína til að greiða fyrirtækjaeigendum og fjárfestum nýjar leiðir til að nota leynifélög í skattaskjólum, samhliða því að þau veiktu skattaeftirlitið umtalsvert.

Tilmælum ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra um að Ísland fylgdi öðrum þjóðum í útfærslu skattareglna var ítrekað hafnað af Árna Matthiesen og Geir Haarde, fjármálaráðherrum í stjórnartíð Davíðs Oddsonar.

Gunnar Smári byggir að hluta á sögulegum gögnum úr mjög athyglisverðri MA ritgerð Jóhannesar Hraunfjörð Karlssonar sérfræðings í skattamálum.

Þetta er ekki bara saga um það hvernig ormagryfja skattaskjólanna stækkaði og dýpkaði á frjálshyggjuárunum, þegar Hannes Hólmsteinn hvatti félaga sína í Sjálfstæðisflokknum til að sleppa öllu siðferði lausu í þágu auðmanna. Sem þeir og gerðu, eins og Styrmir Gunnarsson hefur nú viðurkennt (sjá hér).

Þetta er líka saga langtíma samhengisins í forréttindameðferð stjórnvalda á yfirstéttinni á Íslandi.

Saga þess hvernig stjórnvöld, sem oftast voru undir forystu Sjálfstæðisflokksins, beinlínis leyfðu efnafólki margvísleg undanskot og vik frá þeim reglum sem almennum launaþrælum var gert að fara eftir í hvívetna.

Þetta er ljót saga sem allir eiga að kynna sér.

Greinin hefur líka mikið gildi fyrir það samhengi sem fylgir birtingu Panama-skjalanna, sem nú er hafin.

Gunnar Smári á þakkir skyldar fyrir að taka þetta efni saman og miðla því á svo skýran hátt í Fréttatímanum.

 

Síðasti pistill:  Skattaskjól stuðla að lögbrotum og siðleysi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar