Laugardagur 07.05.2016 - 12:29 - FB ummæli ()

Guðni er góður kostur

Ég hef verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars á forsetastóli, en nú ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson. Fyrir því eru nokkrar ástæður (sjá t.d. hér).

En veigamestu ástæðurnar eru þó þær, að mér sýnist Guðni vera óvenju góður kostur í embættið.

Hann er óbundinn stjórnmálaflokkum og höfðar vel til allra átta á pólitíska litrófinu.

Hann er með góðan bakgrunn í íslensku samfélagi, góða menntun og reynslu.

Sagnfræðiþekking hans og rannsóknir á vettvangi stjórnmála og forsetaembættisins verða honum sérstaklega gott veganesti í starfi forseta.

Guðni er talsmaður heilinda og heilbrigðra sjónarmiða. Hann er skýrmæltur og sköruglegur og mun geta þjónað hagsmunum þjóðarinnar með myndarbrag. Hann styður umbætur á stjórnarskránni.

Raunar má segja að Guðni Th. Jóhannesson geti betur en aðrir frambjóðendur verið fulltrúi allrar þjóðarinnar.

Hann hefur því betri forsendur en sitjandi forseti til að auka traust almennings á stjórnmálum og forsetaembættinu. Einmitt það sem okkur vantar nú.

Ólafur Ragnar nefndi er hann tilkynnti um sjötta framboð sitt, að hann myndi bara fagna því ef sterkari frambjóðandi en hann kæmi fram og sigraði. Hann myndi óska honum velgengni í starfi og vel una málalyktum.

Ég held að Ólafur gerði enn betur ef hann drægi sig til baka og styddi þar með framboð Guðna. Þannig gæti hann hætt með reisn.

Endurnýjun er mikilvægur hluti af heilbrigðu lýðræði.

Tími endurnýjunar er núna.

 

Síðasti pistill:  Dorrit veikir framboð Ólafs Ragnars

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar