Það er gaman að heyra fréttir af því að Sigurði Inga, forsætisráðherra vorum, hafi mælst vel í Hvíta húsinu í gær, í hátíðarkvöldverði Bandaríkjaforseta.
Lukku Láki (Lars Lökke) frá Danmörku átti líka góðan sprett.
Þetta minnir mig á, að Sigurður Ingi hefur raunar plumað sig ágætlega í hlutverki forsætisráðherra.
Hann er traustvekjandi og góður fulltrúi landbúnaðarins á Íslandi.
Menn komast varla nær hjarta þjóðarsálarinnar en að vera í landbúnaði, eins og Jónas frá Hriflu kenndi okkur hér um árið.
Svo hefur Sigurður Ingi jákvæðari samskiptamáta við stjórnarandstöðuna og fjölmiðla en forveri hans.
Er hann ekki bara ágætur?

 Stefán Ólafsson
			Stefán Ólafsson
			 
			
Fyrri pistlar