Laugardagur 14.05.2016 - 12:46 - FB ummæli ()

Sigurður Ingi og Lukku Láki slá í gegn

Það er gaman að heyra fréttir af því að Sigurði Inga, forsætisráðherra vorum, hafi mælst vel í Hvíta húsinu í gær, í hátíðarkvöldverði Bandaríkjaforseta.

Lukku Láki (Lars Lökke) frá Danmörku átti líka góðan sprett.

Þetta minnir mig á, að Sigurður Ingi hefur raunar plumað sig ágætlega í hlutverki forsætisráðherra.

Hann er traustvekjandi og góður fulltrúi landbúnaðarins á Íslandi.

Menn komast varla nær hjarta þjóðarsálarinnar en að vera í landbúnaði, eins og Jónas frá Hriflu kenndi okkur hér um árið.

Svo hefur Sigurður Ingi jákvæðari samskiptamáta við stjórnarandstöðuna og fjölmiðla en forveri hans.

Er hann ekki bara ágætur?

 

Síðasti pistill:  Ríkisskattstjóri tekur á spillingunni

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar