Það er gaman að heyra fréttir af því að Sigurði Inga, forsætisráðherra vorum, hafi mælst vel í Hvíta húsinu í gær, í hátíðarkvöldverði Bandaríkjaforseta.
Lukku Láki (Lars Lökke) frá Danmörku átti líka góðan sprett.
Þetta minnir mig á, að Sigurður Ingi hefur raunar plumað sig ágætlega í hlutverki forsætisráðherra.
Hann er traustvekjandi og góður fulltrúi landbúnaðarins á Íslandi.
Menn komast varla nær hjarta þjóðarsálarinnar en að vera í landbúnaði, eins og Jónas frá Hriflu kenndi okkur hér um árið.
Svo hefur Sigurður Ingi jákvæðari samskiptamáta við stjórnarandstöðuna og fjölmiðla en forveri hans.
Er hann ekki bara ágætur?
Fyrri pistlar