Sunnudagur 15.05.2016 - 18:27 - FB ummæli ()

Davíð leiðréttur

Það er ástæða til að leiðrétta Davíð Oddsson, þegar hann fullyrðir að hrunið sé okkur öllum að kenna (sjá hér).

Það er eiginlega eins langt frá því að vera rétt og hugsast getur.

Einfaldast er að vísa í hina viðamiklu úttekt Rannsóknarnefndar Alþingis á orsökum falls bankanna (sjá hér).

Þar er engin sök borin á almenning í landinu. Gáið að því!

Hestu ábyrgðarmenn hrunsins eru sagðir þessir:

  • Eigendur og stjórnendur einkabankanna sem þöndu þá út með allt of mikilli áhættu og ógnvænlegri skuldsetningu.
  • Eftirlitsaðilar sem áttu að aftra því að fjármálakerfið færi afvega brugðust skyldum sínum. Þeir voru þessir:
    • Seðlabanki Íslands
    • Fjármálaeftirlitið
    • Stjórnvöld

Davíð sjálfur kemur mjög víða við í þessari sögu, en einkum sem sá stjórnmálamaður sem öðrum fremur lagði grunn að því umhverfi taumlausrar gróðasóknar, sem gerði þetta stórslys mögulegt.

Og svo enn frekar sem aðalbankastjóri Seðlabankans á þeim tíma (2005-2008) er fjármálabóla blés út á fordæmalausan og ósjálfbæran hátt, sem hlaut að enda með hruni.

Hann sleppti fjármála- og markaðsöflunum lausum og stýrði hinni misheppnuðu einkavæðingu bankanna, ásamt Halldóri Ásgrímssyni.

Fjárfestar og atvinnurekendur nýttu sér frelsið öðrum fremur og drekktu þjóðarbúinu í skuldum, með viðamiklu braski/spákaupmennsku (sjá hér).

Sem aðalbankastjóri Seðlabankans átti Davíð öðrum fremur að gæta að fjárhagslegum stöðugleika í landinu.

Fjármálakerfið hrundi hins vegar á hans vakt og Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hann hafa brugðist starfsskyldum sínum á alvarlegan hátt, ásamt hinum bankastjórunum. Fjármálaeftirlitið og stjórnvöld fengu einnig alvarlegar ákúrur hjá Rannsóknarnefndinni.

 

Það sem Davíð hefði átt að gera

Ég held að farsælla hefði verið fyrir Davíð að gangast við augljósri ábyrgð sinni og Sjálfstæðisflokksins fyrir löngu.

Bæði hefði honum liðið betur með það og lærdómur þjóðarinnar af mistökum hrunsins hefði betur nýst til að aftra því að slíkt gerðist aftur.

Það hefði verið allra hagur.

Hugsanlega hefði honum jafnvel verið fyrirgefið.

Slíkt gerist hins vegar ekki án auðsýndrar iðrunar.

Því er hins vegar ekki fyrir að fara hjá Davíð, ef marka má ofangrein ummæli hans.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar