Laugardagur 18.06.2016 - 12:15 - FB ummæli ()

Frambjóðandi útvegsmanna?

Kristinn H. Gunnarsson, sá reyndi og heilsteypti stjórnmálamaður, skrifaði mjög athyglisverða grein á þjóðhátíðardaginn um forsetaframboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins (sjá hér).

Kristinn setur framboðið í samhengi við hagsmuni útvegsmanna og eignarhald þeirra á Morgunblaðinu. Hann vekur sérstaka athygli á hvernig blaðinu hefur markvisst verið beitt í þágu framboðsins.

Í ljósi umræðu í samfélaginu um breytingar á stjórnarskrá, sem meðal annars eigi að tryggja almenningi eðlilega hlutdeild í rentu af náttúruauðlindum landsins, þá dregur Kristinn fram mjög mikilvæg atriði sem ástæða er til að huga að.

Stuðningur Davíðs við kvótakerfið, andstaða við hækkun veiðileyfagjalda, stuðningur hans við notkun auðmanna á skattaskjólum og andstaða hans við breytingar á stjórnarskrá eru allt atriði sem útvegsmönnum hugnast vel.

Spurningin er þó hvort þjóðin hafi ekki gefið útvegsmönnum nógu mikið með kvótakerfinu, þó fulltrúi þeirra sé ekki líka settur á Bessastaði?

Ég hef almennt litið svo á að framboð Davíðs væri veikluleg tilraun hans til að leita syndaaflausnar hjá þjóðinni fyrir mistök frjálshyggjutímans og hrunsins, sem hann átti stóran þátt í.

Hann var í lykilhlutverki þeirrar óheillaþróunar, bæði sem áhrifamikill stjórnmálamaður frá 1995 til 2005 og sem aðalbankastjóri Seðlabankans 2005 til 2008, þegar bóluhagkerfið keyrði um þverbak í ósjálfbærri þróun og almennum galskap – sem svo gat af sér hrunið.

Grein Kristins dregur athygli að dýpri tengslum framboðsins við víðtæka hagsmuni útvegsmanna, sem fá stærstan hluta af rentu sjávarauðlindarinnar í sinn hlut – á kostnað almennings.

Í lok greinar sinnar segir Kristinn þetta:

“Svo virðist sem betur fer að almenningur sjái í gegnum þetta sjónarspil og muni kjósa óháðan og óspilltan frambjóðanda sem næsta forseta lýðveldisins. Það er fagnaðarefni.”

Óhætt er að taka undir orð Kristins.

Forsetakosningarnar eru frábært tækifæri til að hleypa framtíðinni að og setja fortíðina aftur fyrir okkur.

 

Síðasti pistill:  Guðni sameinar þjóðina

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar