Það er áberandi hversu mikið Halla Tómasdóttir og Davíð Oddsson auglýsa í baráttunni um forsetaembættið.
Bæði eru mjög mikið með keyptar auglýsingar: á prenti, í sjónvarpi, á strætóskýlum og á netinu.
Auk þess hefur Morgunblaðinu verið beitt í ríkum mæli til að styðja framboð Davíðs, með miklum tilkostnaði.
Kosningabaráttan er því væntanlega langdýrust hjá Höllu og Davíð.
Það er hins vegar skemmtilegt að sjá, að Guðni Th. Jóhannesson er mjög hófsamur í auglýsingum.
Samt nær hann miklu meiri árangri en þau sem mest auglýsa.
Aðrir þættir en skrautmálaðar auglýsingar ráða sem betur fer úrslitum.
Það er heilbrigðara þannig.
Síðasti pistill: Guðni sameinar þjóðina
Fyrri pistlar