Laugardagur 10.09.2016 - 09:55 - FB ummæli ()

Viðreisn Sjálfstæðismanna

Hið nýja stjórnmálaafl Engeyjarættarinnar (Viðreisn) er óðum að taka á sig mynd.

Guðmundur Magnússon, Sjálfstæðismaður og blaðamaður á Morgunblaðinu, lýsir því nokkuð vel á Facebook í dag:

“Þau (Þorsteinn og Þorgerður Katrín) eru auðvitað bæði ágæt og öflug. En áhugaverðara hefði verið að sjá Viðreisn þróast á eigin forsendum. Núna er flokkurinn eiginlega bara orðinn önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum.

Semsagt: Viðreisn Sjálfstæðismanna!

Þorgerður Katrín var að ræða við Bjarna Benediktsson fyrir örfáum dögum um að hún kæmi á lista hjá honum í Garðabæ (suð-vestur kjördæminu)! Hugsjóna munurinn er ekki meiri en það…

Bjarni hefur þó sennilega ekki getað lofað henni ráðherrastól.

En Viðreisn gat lofað því.

Þess vegna fór hún þangað.

Þetta er þannig allt í anda “sjálfgræðisstefnunnar”.

Eiginhagsmunir og hégómi ráða för.

 

Hvað er Viðreisn?

Viðreisn er með fyrrverandi formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins í forystu.

Og gamalgróinn Engeying úr Sjálfstæðisflokknum sem formann.

Og tvo fyrrverandi framkvæmdastjóra samtaka atvinnurekenda (Þorstein Pálsson og Þorstein Víglundsson) að auki.

Þetta eru talsmenn lágra launa almennings og skattfríðinda fyrir atvinnurekendur. Þarna eru óvinir velferðarríkisins í öndvegi.

Er hægt að vera meira “sjálfgræðis” en þetta? Nei, varla.

Sérstaðan felst hins vegar í því, að Viðreisnarfólk vill ganga í Evrópusambandið.

En Evrópusambandið er búið að ákveða að taka ekki við nýjum meðlimaríkjum næstu 5 árin!

Sambandið mun að auki verða óþekkjanlegt eftir 5 ár, vegna margvíslegra innri vandamála sem leysa þarf með viðamiklum breytingum á sambandinu.

ESB-aðild Íslands er því eins dautt mál og nokkuð getur verið, nú og allt næsta kjörtímabil.

Verkefni Viðreisnar getur því ekki orðið neitt annað en að fríska upp á Sjálfstæðisflokkinn.

Frjálslynt miðju og vinstri fólk á því varla nokkurt erindi þangað.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar