Fimmtudagur 19.01.2017 - 14:00 - FB ummæli ()

Leiðréttingin: Skelfileg framkvæmd!

Í gær var Alþingi birt skýrsla um framkvæmd skuldaleiðréttingar síðustu ríkisstjórnar (sjá hér).

Þar má sjá hvernig þeir fjármunir sem úthlutað var (alls um 72 milljarðar) skiptust á tekjuhópa og eignahópa þjóðarinnar.

Niðurstaðan er vægast sagt skuggaleg og kemur mér verulega á óvart!

Ríkasta tíu prósent heimila fékk nærri 30% fjárins í sinn hlut.

Ríkari helmingur heimilanna fékk um 86% af leiðréttingunni í sinn hlut, en sá helmingur sem lægri tekjurnar hafði fékk einungis 14%.

Þeir sem höfðu hæstar tekjur og áttu mestar eignir fyrir fengu mest.

Svipurinn á þessari framkvæmd á meira sameiginlegt með bónusgreiðslum til bankamanna á Wall Street en nokkru sem tengist norrænum velferðarríkjum!

 

Leiðréttingin jók ójöfnuð

Ég studdi hugmyndina um skuldaleiðréttingu frá byrjun og hef hrósað fyrri ríkisstjórn fyrir að framkvæma hana hratt og örugglega.

Ég setti að vísu fyrirvara um útfærslur og framkvæmd hennar og lagði áherslu á að þungi leiðréttingarinnar ætti að fara til þeirra sem minna áttu og verr stóðu, en mætti ná vel upp eftir milli tekjuhópum.

Aldrei hvarflaði þó að mér að útkoman yrði sú sem nú liggur fyrir.

Að þetta yrði að mestu leyti eins konar bónusgreiðsla til þeirra efnamestu, einmitt sama hóps og græddi mest á braski og eignaverðshækkunum bólutímans.

Þetta hefði ég aldrei stutt.

Útfærslan var unnin í fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar, undir stjórn Tryggva Þórs Herbertssonar, fyrrverandi forstjóra Askar Capital.

Það má segja að þessi framkvæmd sé í anda þeirrar stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn gekkst fyrir á tímabilinu frá um 1995 til hruns, þ.e. að hygla sérstaklega þeim efnamestu.

Þetta var ekki velferðaraðgerð í þágu venjulegra heimila og síst af öllu í þágu ungra fjölskyldna sem keyptu húsnæði eftir 2003 og fóru hvað verst út úr hruninu.

Ég leyfi mér að efast um að ráðherrar Framsóknar hafi haft mikið með útfærslu framkvæmdarinnar að gera – en gott væri að fá það staðfest hjá þeim.

Þetta er ekki minnisvarði sem Framsóknarfólk getur verið stolt af.

 

Síðasti pistill:  Skattaskjól – skömm Íslands staðfest

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar