Laugardagur 24.06.2017 - 11:11 - FB ummæli ()

Trump er vinsælli en ríkisstjórn Íslands

Dónald Trump, forseti Bandaríkjanna, er eitthvert mesta skoffín sem leitt hefur Bandaríkin frá upphafi.

Jafnvel George W. Bush virðist góður í samanburði við Dónaldinn!

Og er þá mikið sagt.

Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af þessum forseta sínum og óánægja með frammistöðu hans hefur aukist jafnt og þétt á þeim rúmlega 150 dögum sem hann hefur vermt valdastólinn.

Nú eru um 39% Bandaríkjamanna ánægðir með störf hans en 55% óánægðir. Þegar hann tók við voru rúmlega 40% óánægð með hann. Þetta þykir óvenju slæm útkoma svo skömmu eftir valdatöku.

Ríkisstjórn Íslands er hins vegar enn óvinsælli!

Nýjustu kannanir benda til að einungis um 30-33% kjósenda séu nú ánægðir með störf ríkisstjórnar Íslands.

Þetta væri kanski í lagi ef þetta væri ekki verra en hjá Dónaldi Trump! Það sjá jú allir að hann er skoffín, sjálfgræðismaður og hættulegur kjáni að auki.

Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég tel að hver og einn ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé betri en Dónald Trump. Miklu betri í flesta staði.

Jafnvel litla frjálshyggjukonan með vélbyssukjaftinn sem klúðraði Landsréttarmálinu er betri en Trump.

Óttar Proppé er eins og engill sendur af himnum samanborið við Trump – jafnvel þó hann geri lítið til að lyfta heilbrigðismálunum á hærri stall. Hann er að minnsta kosti ekki með áform um að rífa sjúkratryggingar af miklum fjölda fátækra eins og Trump vill gera.

En hvers vegna fær ríkisstjórn Íslands svona slæma útreið svo snemma á ferlinum?

Svarið sem virðist blasa við er að Íslendingar geri meiri kröfur til stjórnvalda en Bandaríkjamenn.

Það er út af fyrir sig gott.

Vonandi nær ríkisstjórn Íslands að verða betur við kröfum og væntingum kjósenda þegar lengra líður á kjörtímabilið.

Um það á lýðræðið að snúast…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar