Á síðustu árum hafa fjármagnstekjur, einkum arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja, aukist umtalsvert.
Á sama tíma hafa vaxtabætur til húsnæðiskaupenda stórlækkað og þeim sem þær fá hefur stórfækkað. Sjá um þetta t.d. hér og hér.
Vaxtabætur eru nú einungis um þriðjungur af því sem mest var árin 2010-2011.
Hverjir hagnast?
Þetta er gott fyrir stóreignafólkið og fjárfestana sem eiga fyrirtækin – en afleitt fyrir ungt fólk sem stendur í íbúðakaupum.
Á sama tíma hefur íbúðaverð stórhækkað og er nú hærra en nokkrum sinnum fyrr.
Vaxtabætur niðurgreiða kostnað við íbúðakaup og skiptu ungt fjölskyldufólk miklu máli hér áður fyrr. Þær eru nú lægri en nokkru sinni fyrr.
Þeim sem fá vaxtabætur hefur að auki fækkað um 30 þúsund manns frá 2010.
Pælið í því!
Það gerðist á sama tíma og verðið fór upp úr öllu valdi.
Stjórnvöld virðast ekki vilja gera neitt til að létta undir með ungu fjölskyldufólki sem hættir sér út á húsnæðismarkaðinn og vill freista þess að eignast húsnæði.
Þau tala bara um að fjölga íbúðum – en ungt fólk hefur ekki efni á að kaupa (sjá hér).
Hafa Sjálfstæðismenn alveg snúið baki við séreignastefnunni í húsnæðismálum?
Hugsa þeir nú orðið bara um hag byggingaverktaka og fjárfestanna í Gamma og víðar?
Svo virðist vera…
Fyrri pistlar