Ég er líklega orðinn of svartsýnn þegar íslensk stjórnmál eru annars vegar.
Hafði enga trú á að það myndi ganga að mynda þá stjórn sem nú er unnið að, fjögurra flokka stjórn á miðju og vinstra megin.
Þess vegna lagði ég til það sem ég hélt að gæti komið á dagskrá í desember eða janúar, það er að VG og Samfylking færu með Sjálfstæðisflokki (sjá hér)!
En ég vona svo sannarlega að þetta gangi vel.
Og að Panama-prinsarnir fái verðskuldað leyfi frá stjórnarsetu.
Nú ef þetta gengur ekki hjá Katrínu þá kemur hinn kosturinn áfram til álita…
Fyrri pistlar