Nú er Framsókn búin að blása af fjögurra flokka mið-vinstri stjórn.
Sjálfsagt telur forysta Framsóknar að hún hafa þar með greitt fyrir myndun þriggja flokka stjórnar D+B+V.
Það er hugsanlegt – en ekki líklegt. Framsókn gæti allt eins hafa spilað sig út í horn.
Ekki síst vegna þess að Sigurður Ingi tók líka illa í fjögurra flokka hægri stjórn (D+B+M+F), sem reyndar yrði erfið samsetning af ýmsum ástæðum.
Mun vænlegra er fyrir VG að fara í þriggja flokka stjórn með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en að fara í draumastjórn Framsóknar (sjá hér).
Katrín er í lykilstöðu um að hvernig tríó-stjórn verður reynd – með Framsókn eða Samfylkingu. Ég held ekki að Miðflokkur Sigmundar Davíðs komist á dagskrá í þessu samhengi.
Ég reiknaði upphaflega með að Sáttastjórn D+V+S kæmist ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi í desember.
En kanski er bara komið að því að V og S láti reyna á hversu langt þau geta komist með Sjálfstæðisflokkinn í innviða og velferðarmálum.
Þau verða að taka fast á Sjálfstæðismönnum í slíkum samningum. Setja Evrópumálin í bið en fá alvöru umbætur í stjórnarskrármálinu í staðinn. Og hækkun auðlindagjalda.
Það þarf að kosta einhverju til að fá sáttastjórn sem heldur…
Ef Sjálfstæðismenn taka hins vegar engin alvöru skref til móts við S og V þá má aftur snúa sér til Framsóknar og vinna áfram með mið-vinstri kvartett eða kvintett!!
Fyrri pistlar