Þriðjudagur 07.11.2017 - 09:23 - FB ummæli ()

Tríó-stjórn: Katrín í lykilstöðu

Nú er Framsókn búin að blása af fjögurra flokka mið-vinstri stjórn.

Sjálfsagt telur forysta Framsóknar að hún hafa þar með greitt fyrir myndun þriggja flokka stjórnar D+B+V.

Það er hugsanlegt – en ekki líklegt. Framsókn gæti allt eins hafa spilað sig út í horn.

Ekki síst vegna þess að Sigurður Ingi tók líka illa í fjögurra flokka hægri stjórn (D+B+M+F), sem reyndar yrði erfið samsetning af ýmsum ástæðum.

Mun vænlegra er fyrir VG að fara í þriggja flokka stjórn með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en að fara í draumastjórn Framsóknar (sjá hér).

Katrín er í lykilstöðu um að hvernig tríó-stjórn verður reynd – með Framsókn eða Samfylkingu. Ég held ekki að Miðflokkur Sigmundar Davíðs komist á dagskrá í þessu samhengi.

Ég reiknaði upphaflega með að Sáttastjórn D+V+S kæmist ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi í desember.

En kanski er bara komið að því að V og S láti reyna á hversu langt þau geta komist með Sjálfstæðisflokkinn í innviða og velferðarmálum.

Þau verða að taka fast á Sjálfstæðismönnum í slíkum samningum. Setja Evrópumálin í bið en fá alvöru umbætur í stjórnarskrármálinu í staðinn. Og hækkun auðlindagjalda.

Það þarf að kosta einhverju til að fá sáttastjórn sem heldur…

Ef Sjálfstæðismenn taka hins vegar engin alvöru skref til móts við S og V þá má aftur snúa sér til Framsóknar og vinna áfram með mið-vinstri kvartett eða kvintett!!

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar