Sunnudagur 28.01.2018 - 08:33 - FB ummæli ()

Sjálfstæðismenn gegn þjóðinni!

Sjálfstæðismenn fara offari gegn RÚV þessa dagana, eins og oft áður.

Nú tala þingmenn þeirra opinskátt um að þrengja þurfi að RÚV og taka það af auglýsingamarkaði. Þeir vilja skilgreina hlutverk þess upp á nýtt og draga úr starfsemi þess – skerða tekjurnar (sjá hér og hér).

Svo vilja þeir drekkja fjölmiðlum í auglýsingum á tóbaki og áfengi! Telja að það muni bæta menninguna og hollustuna.

Hér áður fyrr voru Sjálfstæðismenn hallir undir íhaldssemi, þjóðrækni og heilbrigða lífshætti. En ekki lengur. Nú er það sjálfgræðisstefna fámennrar yfirstéttar og peningaplokk sem öllu ræður.

Almenningur gefur þó lítið fyrir þetta „garg“ Valhallarvíkinga og vill halda í öflugt RÚV.

Í nýlegri könnun á viðhorfum þjóðarinnar til RÚV kom þetta fram með afgerandi hætti (sjá hér).

Tæp 73% voru jákvæð gagnvart RÚV en aðeins um 10% neikvæð – hinir voru hlutlausir. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku teljast um 88% almennings (18 ára og eldri) vera jákvæð gagnvart RÚV.

Tæplega 70% telja RÚV mikilvægasta fjölmiðil þjóðarinnar. Um 74% vilja ekki taka RÚV af auglýsingamarkaði. Um 86% segjast ekki vilja lækka tekjur RÚV.

Pælið í þessu! Sjálfstæðismenn eru í algerri andstöðu við þjóðina.

RÚV skiptir þjóðina greinilega miklu máli.

Á þá að láta Sjálfstæðismenn komast upp með aðför að RÚV, þegar þeir eru fulltrúar viðhorfa sem mjög lítill minnihluti þjóðarinnar styður?

Það væri ansi mótsagnarkennt! Og getur auðvitað ekki orðið ef hér er virkt lýðræði.

Hins vegar má vel létta undir með einkareknum fjölmiðlum, til að efla starfsemi þeirra. Margir þeirra eiga erfitt uppdráttar.

Raunar ætti að efla alla íslenska fjölmiðla – í þágu íslenskrar menningar og þróttmeira lýðræðis. Þeir eru í harðnandi samkeppninni við erlenda miðla og efnisveitur hvers konar.

Þetta mætti gera með því að hafa alla fjölmiðla í lægra vsk-þrepi, með matvælum. Eða með beinum stuðningi við innlenda framleiðslu fréttaefnis, fróðleiks og leikins efnis.

Það eru ekki markaður og áfengisauglýsingar sem verja og efla íslenska menningu, heldur lýðkjörið ríkisvald og þjóðin sjálf.

Markaður, áfengis- og tóbaksauglýsingar gera okkur bara að léttvægri hjáleigu við ameríska (ó)menningu.

Kanski við ættum að skera úr um þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Það er í öllu falli ófært að láta minnihlutann kúga meirihlutann!

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar