Föstudagur 16.02.2018 - 13:32 - FB ummæli ()

Smálán: Frelsi til að fjötra ungt fólk

Einkavæddu bankarnir lánuðu of mikið fram að hruni. Mest til fyrirtækja og braskara, en einnig nokkuð til heimila.

Ofurskuldsetning banka og atvinnulífs leiddi svo til hrunsins árið 2008.

Frelsi fjármálageirans var heilagt og þjóðin greiddi kostnaðinn af því, með hruninu.

Eftir hrun komu svo smálánafyrirtæki til sögunnar og urðu sífellt umsvifameiri.

Sérgrein smálánafyrirtækja er sú, að veita þeim skammtímalán sem alls ekki ættu að taka of miki lán – og allra síst okurlán.

Fyrir þessa þjónustu taka þessi fyrirtæki öfgafulla orkuvexti – og græða vel.

Ungt fólk eru sérstaklega viðkvæmur hópur í þessu samhengi.

Ofurskuldir og sligandi vaxtakostnaður eru enda orðin að stóru vandamáli hjá ungu fólki – og sjálfsagt líka hjá eldra óreiðufólki (sjá hér og hér).

Það er rétt eins og Íslendingar séu harðákveðnir í því að læra ekkert af mistökum bóluáranna og hættunni af of miklu frelsi í fjármálageiranum.

 

Þarf þetta að vera svona?

Flest fólk sem orðið er fjárráða er í bankaviðskiptum.

Ef menn lenda í tímabundnum vanda eða fara framúr greiðslugetu sinni geta þeir venjulega fengið yfirdrátt hjá banka sínum, ef þeir eru traustsins verðir.

Ef það dugar ekki ættu menn að draga úr neyslu og koma málum sínum í lag, t.d. með ráðdeild og vinnusemi, en ekki safna enn meiri skuldum.

Engin þörf er því fyrir smálánafyrirtæki með sín skammtíma okurlán til að koma inn í myndina, nema markmiðið sé að steypa lántakanum í fjötra ofurskulda. Hámarka ófrelsi hans.

Nú er upplýst að þessi smálánafyrirtæki brjóta lög og blekkja fólk til að taka þessi okurlán – þau fela það hver kostnaðurinn er fyrir lántakandann.

Það eykur hættuna af þessari vafasömu starfsemi. Samt er ekkert sem truflar umsvif þessara okrara. Neytendavernd er veikburða og virðist ekki hafa nein áhrif. Stjórnvöldum er sama.

Af hverju er þessi starfsemi yfir höfuð leyfð?

Sennilega er frelsi braskara og okrara mikilvægara en ófrelsi ungs fólks.

Hér áður var sagt að frelsi eins mætti ekki verða til þess að skerða frelsi annars.

Sú góða regla er þverbrotin í heimi smálánaviðskiptanna.

 

Síðasti pistill:  Salka Valka stígur fram

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar