Laugardagur 21.04.2018 - 09:50 - FB ummæli ()

Fegrið flugvallarsvæðið

Flugvallarsvæði getur verið huggulegt og áhugavert í nálægð við borg. En það gildir ekki um Reykjavíkurflugvöll.

Í merkri skýrslu um framtíð flugvallarsvæðisins frá árinu 2001 segir eftirfarandi:

“Mörg mannvirki þar eru frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Svæðið er illa skipulagt, illa frágengið og fjöldi bygginga, bragga og kofa innan þess er til mikillar óprýði í miðborginni” (sjá hér).

Skoðið bara svæðið í rótum Öskjuhlíðar við Flugvallarveg, eða kofagalleríin í Nauthólsvík og við Skerjafjörð. Víða má sjá ókræsileg og aum hreysi sem hanga uppi á málningunni einni – nema er vera skyldi af gömlum vana!

Þarna fara margir ferðamenn um og sjá þessar hallærislegar minjar eymdar sem á að vera löngu liðin í Reykjavík.

Svæði sem er fallegt frá náttúrunnar hendi fær ekki að njóta sín.

Hvort sem fluvgöllurinn í Vatnsmýri verður þar áratugnum lengur eða skemur er brýnt að hreinsa burt verstu kofaskríflin og braggana af flugvallarsvæðinu.

Sumt af því nýrra mætti raunar fara líka, því það er bæði illa skipulagt og fellur illa að umhverfinu.

Framtíð svæðisins sem flugvallar mun ráðast á vettvangi flugþjónustunnar og mér sýnist að flugfélögin séu þegar komin á þá leið að færa völlinn á rýmra svæði utan borgarinnar, meðal annars til að fá betri varaflugvöll fyrir stærri vélar.

Hvernig væri nú að frambjóðendur til borgarstjórnar bjóði okkur kjósendum upp á fegrunarprógram fyrir flugvallarsvæðið – í stað þess að karpa um framtíð flugvallarins sem Rögnu-nefndin er þegar búin að leysa?

Deilurnar um framtíð Reykjavíkurflugvallar hafa staðið allt of lengi og í reynd haldið svæðinu öllu í gíslingu.

Er ekki tímabært að fegra svæðið – óháð framtíð flugvallarstarfseminnar?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar