Ný könnun á viðhorfi almennings til baráttu Eflingar fyrir sérstakri leiðréttingu á kjörum láglaunakvenna er starfa við barnauppeldi og umönnun er afgerandi (sjá hér).
Viðhorf til Leiðréttingarinnar
Um 59% styðja kröfur Eflingar að öllu eða miklu leyti og önnur 20% styðja þær í meðallagi.
Samtals taka um 79% þjóðarinnar undir kröfur Eflingar.
Einungis 21% segjast styðja þær bara að litlu eða engu leyti.
Viðhorf til verkfallsaðgerða Eflingar
Um 56% eru mjög eða frekar hlynnt verkfallsaðgerðum Eflingar.
Um 19% til viðbótar segjast styðja þær í meðallagi.
Samtals eru það um 75% sem styðja verkfallsaðgerðirnar.
Eflingu hefur tekist að koma málstað sínum á framfæri þannig að þjóðin tekur undir.
Borgaryfirvöld segjast hafa sama markmið og Efling.
Er þá ekki komið að því að framkvæma?
Fyrri pistlar