Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 27.10 2016 - 10:17

Pólitískur möguleiki?

Menn velta nú fyrir sér mögulegum stjórnarmynstrum. Kannanir hafa bent til að hugsanlega nái stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir nægum meirihluta – og þeir ræða það sín á milli. Það er þó ekki í hendi enn. Þá kemur allt í einu upp þessi pólitíski ómöguleiki, sem er krafa Pírata um stutt kjörtímabil og höfuðfókus á setningu nýrrar stjórnarskrár. […]

Sunnudagur 23.10 2016 - 15:14

Sveiflur á fylgi og framtíð Fjórflokksins

Frá hruni hafa orðið miklar sviftingar í íslenskum stjórnmálum. Fram að hruni hafði nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins verið við völd, í minnst þrjú kjörtímabil samfleytt. Framsóknarflokkurinn tók við henni nánast gagnrýnilaust á þeim tíma. Flestir tengdu hrunið við þessi nýfrjálshyggjuáhrif, óhefta markaðshyggju og afskiptaleysisstefnu ríkisvaldsins (sjá hér). Strax í kjölfar hrunsins varð mikil sveifla til vinstri, sem […]

Þriðjudagur 18.10 2016 - 13:01

Á Viðskiptaráð að stýra stjórnvöldum?

Viðskiptaráð slær aldrei af í hagsmunabaráttu sinni í þágu atvinnurekenda og fjárfesta. Þeir eru ásamt Samtökum atvinnulífsins (SA) öflugustu talsmenn nýfrjálshyggju og forréttinda fyrir ríkasta eina prósentið á Íslandi. Þessir aðilar senda nánast vikulega frá sér síbyljuáróður um eigin hagsmuni og stefnu, sem þeir vilja að stjórnmálamenn þjóni. Viðskiptaráð vill sem sagt fá að stjórna […]

Mánudagur 10.10 2016 - 12:17

Eignaskiptingin á Íslandi – lök staða lægri hópa

Hagstofan birti í vikunni nýjar tölur um þróun og skiptingu eigna á Íslandi, frá 1997 til 2015, samkvæmt skattframtölum. Tölurnar sýna að eignaskiptingin er talsvert ójafnari árið 2015 en hafði verið í byrjun tímans. Hreinar eignir (eignir umfram skuldir) ríkustu tíu prósentanna jukust gríðarlega í aðdraganda hrunsins. Skuldastaða þeirra eignaminnstu (sem skulda meira en þeir […]

Miðvikudagur 05.10 2016 - 13:44

Mikilvæg loforð Samfylkingar

Það sem af er kosningabaráttunni hefur Samfylkingin tekið afgerandi afstöðu í velferðarmálum. Þetta er áherslubreyting frá kosningunum 2013, þegar Samfylkingin lagði meiri áherslu á stöðugleika og aðild að ESB. Þannig hefur Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnt kröftuga áherslu á heilbrigðismál, lífeyrismál, fjölskyldumál (hækkun barnabóta og útrýming barnafátæktar) og í gær kynnti hún nýtt loforð í […]

Miðvikudagur 14.09 2016 - 08:07

Vigdís leikur Víglund!

Skýrsla hins svokallaða “meirihluta fjárlaganefndar Alþingis”, um það sem kallað er „Einkavæðing bankanna hin síðari“, virðist vera hinn mesti farsi. Höfundur er leyndur, en virðist vera Vigdís Hauksdóttir, sem hefur notið aðstoðar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þau hjúin eru í forystu fjárlaganefndar Alþingis. Fyrir það fyrsta var endurreisn bankanna eftir hrun ekki „einkavæðing“ í venjulegri merkingu orðsins. […]

Laugardagur 10.09 2016 - 09:55

Viðreisn Sjálfstæðismanna

Hið nýja stjórnmálaafl Engeyjarættarinnar (Viðreisn) er óðum að taka á sig mynd. Guðmundur Magnússon, Sjálfstæðismaður og blaðamaður á Morgunblaðinu, lýsir því nokkuð vel á Facebook í dag: “Þau (Þorsteinn og Þorgerður Katrín) eru auðvitað bæði ágæt og öflug. En áhugaverðara hefði verið að sjá Viðreisn þróast á eigin forsendum. Núna er flokkurinn eiginlega bara orðinn […]

Þriðjudagur 30.08 2016 - 21:30

Sjálfsagt er að skatta burt ofurbónusa

Fréttir af ofurbónusum stjórnenda og starfsmanna þrotabúa föllnu bankanna vekja enn á ný mikla athygli. Nær öllum er gróflega misboðið. Mest afgerandi viðbrögð, enn sem komið er, voru frá Þorsteini Sæmundssyni þingmanni Framsóknar, á Alþingi í dag. Hann vill skattleggja þessa óheyrilegu bónusa með 90-98% álagningu. Mér sýnist það ágæt hugmynd. Ofursköttun er viðeigandi þegar […]

Sunnudagur 21.08 2016 - 12:23

Eygló stendur vaktina

Það vakti athygli í vikunni að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálaáætlunar núverandi ríkisstjórnar, sem nota bene er fyrir árin 2017 til 2021. Sjálfstæðismenn hafa brugðist sérstaklega harkalega við og sumir kallað eftir afsögn Eyglóar. Ástæða fyrirvara Eyglóar um málið er sú, að hún telur áætlunina ekki sinna nógu vel þeim […]

Miðvikudagur 17.08 2016 - 07:47

Fjármagnshöftum létt af efnafólki

Gjaldeyrishöftin (fjármagnshöftin) frá 2008 hafa ekki snert almenning á neinn afgerandi hátt. Það er vegna þess að lítil sem engin höft hafa verið á milliríkjaviðskiptum með vöru og þjónustu og almenningur hefur að auki getað ferðast nokkuð frjálslega til annarra landa með greiðslukort sín. Helstu fórnarlömb fjármagnshaftanna voru efnamenn (atvinnurekendur og fjárfestar). Þeir gátu ekki […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar