Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 28.05 2016 - 07:33

Íslendingar vinna lengst allra fram eftir aldri

Íslendingar vinna lengur fram eftir aldri en aðrir í hópi vestrænna hagsældarþjóða. Opinber eftirlaunaaldur er við 67 ára markið hér á landi, en flestir Íslendingar vinna lengur en það. Í öðrum vestrænum löndum er algengast að fólk fari fyrr á eftirlaun en opinberi eftirlaunaaldurinn segir til um – stundum mun fyrr. Norðmenn eru með sama […]

Miðvikudagur 25.05 2016 - 04:44

Sjálfstæðismenn klofna

Stofnun Viðreisnar í dag virðist hafa verið vel skipulögð og vel heppnuð. Stofnfundurinn í Hörpu var fjölmennur og áhugi og ákveðni virtist skína úr hverju andliti. Það er eitthvað að gerast þarna! En enginn fjölmiðill sem ég hef séð bendir þó á það sem er stærsti fréttapunkturinn við þennan fund. Þarna klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta […]

Sunnudagur 15.05 2016 - 18:27

Davíð leiðréttur

Það er ástæða til að leiðrétta Davíð Oddsson, þegar hann fullyrðir að hrunið sé okkur öllum að kenna (sjá hér). Það er eiginlega eins langt frá því að vera rétt og hugsast getur. Einfaldast er að vísa í hina viðamiklu úttekt Rannsóknarnefndar Alþingis á orsökum falls bankanna (sjá hér). Þar er engin sök borin á almenning […]

Laugardagur 14.05 2016 - 12:46

Sigurður Ingi og Lukku Láki slá í gegn

Það er gaman að heyra fréttir af því að Sigurði Inga, forsætisráðherra vorum, hafi mælst vel í Hvíta húsinu í gær, í hátíðarkvöldverði Bandaríkjaforseta. Lukku Láki (Lars Lökke) frá Danmörku átti líka góðan sprett. Þetta minnir mig á, að Sigurður Ingi hefur raunar plumað sig ágætlega í hlutverki forsætisráðherra. Hann er traustvekjandi og góður fulltrúi […]

Fimmtudagur 12.05 2016 - 13:58

Ríkisskattstjóri tekur á spillingunni

Uppljóstranir Panama-skjalanna benda til að Íslendingar hafi verið óvenju miklir notendur skattaskjóla, á árunum að hruni. Samt hafa ráðherrar verið hikandi í viðbrögðum sínum frá því þetta kom fyrst á dagskrá árið 2004 – og nú síðast Bjarni Benediktsson ráðherra skattamála (sjá hér). Ríkisskattstjóri hefur hins vegar tekið afgerandi afstöðu gegn þessari spilaborg siðleysis, lögbrota og spillingar, […]

Mánudagur 09.05 2016 - 09:24

Guðni sigrar – á hvorn veg sem er

Menn velta fyrir sér hvernig innkoma Davíðs Oddssonar breyti stöðunni í forsetakosningunum.   Staðan í dag Að óbreyttu verður slagurinn milli Guðna, Ólafs og Davíðs. Aðrir munu varla ná máli, nema helst Andri Snær. Í þessari stöðu tekur Davíð einkum fylgi frá Ólafi Ragnari og tryggir Guðna þar með sigur, miðað við síðustu kannanir. Hins […]

Laugardagur 07.05 2016 - 12:29

Guðni er góður kostur

Ég hef verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars á forsetastóli, en nú ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson. Fyrir því eru nokkrar ástæður (sjá t.d. hér). En veigamestu ástæðurnar eru þó þær, að mér sýnist Guðni vera óvenju góður kostur í embættið. Hann er óbundinn stjórnmálaflokkum og höfðar vel til allra átta á pólitíska litrófinu. Hann […]

Þriðjudagur 03.05 2016 - 11:34

Dorrit veikir framboð Ólafs Ragnars

Ég hef lengst af stutt Ólaf Ragnar Grímsson í hlutverki forseta Íslands. Ég hef hælt honum fyrir góð verk, en þó einnig haft mínar efasemdir um sumt. Á heildina litið hefur hann verið öflugur forseti og gert margt gott, ekki síst á erlendum vettvangi. Ferill hans hefur verið glæsilegur og sérstakur. En ég varð mjög […]

Laugardagur 30.04 2016 - 11:19

Arfleifð Davíðs: Forréttindi fyrir þá ríkustu

Það vakti athygli nýverið að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, varði “skattasniðgöngu” og notkun skattaskjóla í Reykjavíkurbréfi. Einmitt þegar umræðan um Panama-skjölin stóð sem hæst. Davíð sagði meðal annars að ekkert væri rangt við “skattasniðgöngu”, þ.e. að nota sér glufur í löggjöf eða klækjabrögð til að koma tekjum undan skatti, meðal annars með […]

Miðvikudagur 27.04 2016 - 13:52

Mun Bjarni selja ríkiseignir til vina og ættingja?

Það sem tíðkaðist á Íslandi á áratugnum fram að hruni var yfirgengilegt og einstakt. Taumlausri græðgi var sleppt lausri og yfirstéttin fór offari í braski, siðleysi og lögbrotum, sem leiddu til hrunsins. Allt var það gert með stuðningi og vitneskju stjórnvalda, undir forystu Sjálfstæðisflokksins og viðskiptaarms Framsóknarflokksins. Opinber stuðningur við notkun erlendra skattaskjóla var hluti […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar