Panama-skjölin auka þekkingu okkar á því sem gerðist á Íslandi á áratugnum fram að hruni. Við vissum auðvitað að tíðarandi og pólitík nýfrjálshyggjunnar sleppti öllu lausu í íslenska þjóðarbúinu. Græðginni héldu engin bönd. Brask varð að meginviðfangsefni atvinnulífs og fjármálageira. Fyrirtækjum og bönkum var drekkt í skuldum. Eignir voru losaðar út. Stjórnvöld stóðu hjá og […]
Í Fréttatímanum í dag er stórmerk grein, eftir ritstjórann Gunnar Smára Egilsson, um það hvernig stjórnvöld á Íslandi studdu kerfisbundið við skattaundanskot efnafólks á liðnum áratugum (sjá hér). Þetta var sérstaklega afgerandi á áratugnum fram að hruni, þegar stjórnvöld lögðu lykkju á leið sína til að greiða fyrirtækjaeigendum og fjárfestum nýjar leiðir til að nota […]
Menn segja að það sé ekki ólöglegt að nota skattaskjól, að eiga félög þar og vista í þeim eignir. Hins vegar er ólöglegt að svíkja undan skatti. Skattaskjól eru þó fyrst og fremst notuð til að fela eignir og komast undan skattgreiðslum í heimalandinu. Íslendingar sem nota skattaskjól gera það til þess að komast hjá því […]
Umræðan um eignir Íslendinga í skattaskjólum er að aukast með nýjum upplýsingum um málið. Hún nær væntanlega hámarki þegar Jóhannes Kristjánsson og samstarfsfólk hans birta lista yfir efnaða Íslendinga sem vista eignir í erlendum skattaskjólum. Það ætti þó auðvitað ekki að koma neinum á óvart að íslenskt efnafólk eigi miklar eignir í erlendum skattaskjólum. Íslensku […]
Mikið var gaman að horfa á afmælistónleika Gunnars Þórðarsonar á RÚV í gærkveld. Ég missti því miður af tónleikunum í Hörpu á sínum tíma og beið því spenntur. Það er raunar óhjákvæmilegt að tónleikar þar sem flutt er yfirlit um lög Gunna Þórðar verði góðir, því af slíku perlusafni er að taka. Og það gekk eftir. Frábær […]
Það er fyndið þegar Kári Stefánsson segir RÚV vera með drottningarstæla. Staðreyndin er nefnilega sú, að það er hann sjálfur sem öðrum fremur er með drottningarstæla! RÚV bauð honum að vera á pallborði á áhugaverðum borgarafundi um heilbrigðismál í Háskólabíói í kvöld – sem einnig verður í beinni útsendingu. Auðvitað hefði Kári átt að vera […]
Ég tek undir með Jónasi Kristjánssyni þegar hann mælir með gistináttagjaldi og hertri innheimtu á virðisaukaskatti, til að fjármagna umbætur fyrir ferðaþjónustuna. Aðgerðaleysi ráðherra ferðamála er orðið ámælisvert. Eftir að hinni afleitu hugmynd hennar um náttúrupassa var hafnað þá hefur hún ekkert gert í málinu. Á meðan hefur þörfin hlaðist upp. Ferðaþjónustan rekst áfram á […]
Það hefur vakið nokkra athygli að Halla Tómasdóttir, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs (2006-2007), hefur ákveðið að bjóða sig fram í forsetakjörinu í júní. Útaf fyrir sig er ekkert að því að Halla Tómasdóttir bjóði sig fram. Hún virðist hæf og geðþekk kona. Það varpar þó óneitanlega skugga á framboð hennar að hún var virkur […]
Tryggingafélögin hafa nú látið undan þrýstingi frá almenningi, vegna víðtækrar óánægju með framferði þeirra í iðgjalda og arðgreiðslumálum. Þau ætla að lækka arðgreiðslurnar. En þau ætla ekki að láta viðskiptavini njóta breyttra reglna ESB um bótasjóði né góðrar afkomu af ávöxtun þeirra. Það ætla þau að hafa alfarið áfram fyrir eigendur. Líka ofteknu iðgjöldin. Tryggingafélögin hafa […]
Það vakti athygli um daginn þegar upplýst var að stærstu íslensku tryggingafélögin greiddu eigendum sínum arð langt umfram hagnað síðasta árs – sem var þó veglegur. Enn meiri athygli vakti þegar rifjað var upp að öll tryggingafélögin höfðu hækkað iðgjöld viðskiptavina sinna fyrir jólin, “vegna lélegrar afkomu” tryggingastarfseminnar á árinu. Viðskiptavinirnir fá hækkun iðgjalda vegna […]
Fyrri pistlar