Hæstvirtur formaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir, var í viðtali við RÚV í gær. Þar talaði hún meðal annars um örorkulífeyrisþega og fór því miður ranglega með nokkrar lykilstaðreyndir. Vigdís sagði að öryrkjar væru hér um 9% fólks á vinnumarkaði en um 2% á hinum Norðurlöndunum. Þetta er kolrangt. Nýjustu tölur TR sýna að öryrkjar eru […]
Stuðmenn toppuðu glæsilegan dag menningarnætur á Arnarhóli í gær. Það fór vel á því, enda gullaldarbandið enn í fínum gír. Þeir mættu meira að segja fara að koma með ný lög – gætu hæglega slegið í gegn á ný. Tónleikarnir á hólnum byrjuðu með hinni kraftmiklu Dimmu og svo tók við hin stórskemmtilega Amaba Dama. […]
Biskup nýfrjálshyggjunnar á Íslandi, heilagur Hannes frá Hólmsteini, hefur kveðið upp úr um það, að vændi skuli ekki lengur teljast ámælisvert, ólíkt því sem kristin kirkja hefur boðað í rúm 2000 ár. Vændi er einungis eitt af þeim “atvinnutækifærum” sem konur geta nýtt sér til lífsviðurværis, segir hann. Ekki sé sanngjarnt af kvenréttindakonum af hafa […]
Ný könnun OECD á ánægju almennings með menntakerfið í 43 ríkjum heimsins sýnir mikla trú Íslendinga á menntakerfi sínu. Ísland er í efsta sæti, ásamt Írlandi og Belgíu (83% eru ánægð). Næst á eftir koma Noregur, Sviss og Finnland. Svíar, Bretar, Frakkar og Þjóðverjar koma mun neðar. Neðstir eru Grikkir, ásamt Brasilíu, Rússlandi og stríðshrjáðri […]
Sífellt safnast upp sönnunargögn um hlýnun lofthjúpsins og vísindamenn vara við alvarlegum afleiðingum fyrir jarðarbúa. Morgunblaðið segir í dag frá því að jöklar séu hvarvetna að hverfa, óvenju hratt – líka á Íslandi. Vegna hnattrænnar hlýnunar af manna völdum. En frjálshyggjumenn á Vesturlöndum hafa véfengt slíkar niðurstöður vísindamanna og telja allt tal um hnattræna hlýnun vera „árás […]
Í nýlegri grein á Eyjunni vísaði ég til tveggja talsmanna nýfrjálshyggju í Sjálfstæðisflokknum sem sjá nú mikil tækifæri til að veikja opinbera heilbrigðiskerfið og auka stórlega einkavæðingu á því sviði (sjá hér). Ég varaði við veikingu opinbera kerfisins og benti á slæma reynslu af bandaríska kerfinu, sem er að stórum hluta einkarekið, en jafnframt lang […]
Fáir ef nokkrir hafa jafn skýra og rétta sýn á stjórnmálin á Íslandi og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins sáluga. Jón Baldvin var í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Þar fór hann yfir meginlínurnar í stjórnmálunum til lengri tíma, orsakir og úrvinnslu hrunsins og horfurnar í Evrópu- og […]
Það er auðvitað ekki ný frétt að frjálshyggjuhjörðin í Sjálfstæðisflokknum vilji rústa opinbera heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur þó lengi verið ákveðið feimnismál í flokknum, enda vill allur þorri almennings hafa öflugt opinbert heilbrigðiskerfi sem byggir á samtryggingu og veitir hágæða þjónustu, óháð greiðslugetu þeirra sem hana þurfa. Samt hafa Sjálfstæðismenn verið að róa í átt til […]
Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar skulduðu Þjóðverjar öðrum þjóðum meira en 200% af landsframleiðslu. Landið var í rúst og þjóðin lifði hörmungar, vegna þeirra byrða sem þýsk stjórnvöld höfðu lagt á landsmenn og aðrar þjóðir Evrópu með stríðsbrölti sínu. Þá höfðu nágrannar og sigurvegarar styrjaldarinnar ærin tilefni til að saka Þjóðverja um „mistök“ og „stjórnleysi“ og […]
Mönnum er tíðrætt um óánægjuna meðal Íslendinga þessi misserin. Sú umræða er að mestu leyti mörkuð af biturri reynslu þjóðarinnar af hruninu og efasemdum um hvernig við hefur verið brugðist á sumum sviðum. Lífskjör almennings versnuðu auðvitað verulega við hrunið og fólki finnst enn nokkuð vanta upp á endurheimt fyrri kjara. Í þessu sambandi er fróðlegt […]
Fyrri pistlar