Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 09.06 2015 - 11:54

Stóru orðin standa

Það virðist ástæða til að hrósa ríkisstjórninni og ráðgjöfum hennar fyrir þá áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna sem kynnt var í gær. Áætlunin er mjög álitleg og skynsamlega útfærð, með höfuðáherslu á að verja hagsmuni almennings. Sú nálgun að skilgreina ófrávíkjanleg stöðugleikaskilyrði, sem eiga að tryggja sem best að ekki myndist of mikill þrýstingur á gengisfall […]

Sunnudagur 31.05 2015 - 16:45

Hóflegar launahækkanir og stór ríkispakki

Samningarnir á almennum markaði ná til tæplega fjögurra ára og fela í sér talsverða hækkun lægstu launa, en mjög hóflegar kauphækkanir fyrir þá sem eru með meira en 300 þúsund krónur á mánuði. Starfsgreinasambandið (SGS), sem fyrst reifaði kröfuna um að koma lágmarkslaunum í 300 þús. kr. árið 2018, vinnur mikilvægan sigur – og fleiri […]

Mánudagur 25.05 2015 - 17:14

Ójöfnuður tekna og eigna – fyrir og eftir hrun

Mikilvægt er að greina á milli ójafnaðar í tekjuskiptingu og eignaskiptingu þegar rætt er um þróun efnahagslegs ójafnaðar á Íslandi. Þróun þessara tveggja þátta var ólík, en margir rugla þessu saman.   Ójöfnuður tekna Skoðum fyrst tekjuskiptinguna. Myndin hér að neðan sýnir hve stór hluti tekna þjóðarinnar kom í hlut ríkasta eina prósentsins á Íslandi […]

Miðvikudagur 20.05 2015 - 12:36

Ómarktæk könnun SA-manna

Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í gær nýja könnun sem þeir gerðu meðal aðildarfélaga samtaka sinna. SA segir könnunina sýna, að ef gengið yrði að kröfum Starfsgreinasambandsins (SGS) þá muni koma til uppsagna starfsfólks í öðru hverju fyrirtæki. Með reiknikúnstum fá þeir svo út að um 16 þúsund manns muni missa vinnuna. Sextán þúsund manns! Ef […]

Mánudagur 18.05 2015 - 09:56

Húsnæðismálin: Lítill áhugi Sjálfstæðismanna

Togsteita milli fjármálaráðuneytis og velferðarráðuneytis vegna nýrra frumvarpa Eyglóar Harðardóttur ráðherra um húsnæðisbætur og um félagslegt leiguhúsnæði hefur vakið mikla athygli. Þessi frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra eru hluti af stórum umbótapakka sem unnið hefur verið að um hríð, með aðkomu margra er málið snertir. Margir hafa líka vænst þess að húsnæðismálin gætu orðið hluti af lausn […]

Þriðjudagur 12.05 2015 - 11:06

Mikil auðlegð Íslendinga

Nýlega hafa birst tvær alþjóðlegar skýrslur um auðlegð þjóða. Önnur kemur frá svissneska bankanum Credit Suisse og hin frá Alþjóðabankanum. Með auðlegð er átt við hreinar eignir heimila umfram skuldir. Eignir geta bæði verið fjáreignir (sparifé, verðbréf, hlutabréf, lífeyriseignir o.s.frv.) og fasteignir (einkum íbúðarhúsnæði, en einnig landeignir). Einnig má telja auðlindir, svo sem ræktarland, námur […]

Föstudagur 08.05 2015 - 12:10

Sagnfræði eða sögufalsanir?

Björn Jón Bragason, sem titlar sig “sagnfræðing”, sendi nýlega frá sér bókina Bylting – og hvað svo? Björn Jón er róttækur frjálshyggjumaður, fyrrverandi formaður Frjálshyggjufélagsins. Meginmarkmið ofangreindrar bókar virðist vera að dreifa ófrægingum og slúðri um ýmsa pólitíska andstæðinga höfundar. Þegar hefur verið bent á margar rangfærslur og staðreyndavillur í þeirri bók, meðal annars er […]

Laugardagur 02.05 2015 - 22:32

1. maí 2015 – pólitískur dagur í myndmáli

Hér er smá ljósmynda-ritgerð (photo-essay) um hátíðarhöld verkalýðsins sem fram fóru í Reykjavík í gær. Myndir segja meira en þúsund orð, segir máltækið. Í samræmi við efnið er þessi myndasería full af skilaboðum og pólitík – og með smá grafísku yfirbragði. Óvenju mikil þátttaka var í kröfugöngunni og fundahöldunum á Ingólfstorgi. Fátt jafnast á við að […]

Fimmtudagur 30.04 2015 - 13:19

Leiðin út úr kjaradeilunum

Staðan á vinnumarkaði er erfið. Atvinnurekendur segja kröfur alltof miklar en allur almenningur styður kröfu Starfsgreinasambandsins (SGS) um að 300 þúsund króna lágmarkslaun náist á næstu þremur árum. Það þýðir hækkun um 30 þúsund krónur á ári fyrir þá lægst launuðu, þrjú ár í röð. Í mörgum atvinnugreinum er auðvelt að verða við þessum kröfum […]

Laugardagur 25.04 2015 - 12:37

Allir greiða skatta – líka lágtekjufólkið

Í stórri fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins í dag segir að þau 18% sem lægstar tekjur hafa greiði ekki skatta. Viðskiptablaðið bergmálar uppsláttinn. Í báðum tilvikum er vísað til úttektar í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra. Þetta er hins vegar kolrangt. Það rétta er að nær allir greiða einhverja skatta. Líka þau 18% sem hafa lægstu tekjurnar. Lágtekjufólk greiðir […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar