Það sætir tíðindum að íslenskum stjórnvöldum bjóðast nú upplýsingar um skattaundanskot íslenskra aðila, sem hafa fleytt umtalsverðu fé í erlend skattaskjól, í gegnum Lúxemborg. Það eru án efa efnamenn og útrásarvíkingar sem þarna hafa verið að verki. Skattrannsóknarstjóri segir að þetta séu gagnlegar upplýsingar um talsverðan fjölda einstaklinga. Því gæti verið um alvöru fjárhæðir að ræða. […]
Þegar hagfræðingar segja að lægra álagningarþrep á matvæli sé óskilvirk leið til að bæta hag fólks með lægri tekjur, þá afbaka þeir það sem andstaða við hækkun matarskattsins snýst um. Lægri álagning á matvæli snýst um að hafa mat ódýrari en ella væri. Hækkun matarskatts gerir matvæli dýrari og leggst með meiri þunga á lægri […]
Fyrir kosningarnar í fyrra sagðist Sjálfstæðisflokkurinn geta lækkað skatta, öllum til hagsbóta. Forystumenn flokksins sögðu að skattalækkanir myndu hafa svo örvandi áhrif á efnahagslífið að tekjur ríkisins þyrftu ekki að minnka vegna hennar. Þessa speki höfðu forystumenn flokksins eftir Hannesi Hólmsteini, sem fékk hana að láni frá Arthur Laffer, páfa vúdú-hagfræðinnar í heiminum. Þetta var […]
Ef virðisaukaskatturinn á bækur verður hækkaður úr 7% í 12% þá verður Ísland með fjórða hæstu vsk álagningu á bækur í Evrópu. Þessar þjóðir verða með hærri bókaskatt en Ísland: Búlgaría (20%), Danmörk (25%) og Tékkland 15%) Þessar verða með lægri bókaskatt en Ísland: Belgía 6% Þýskaland 7% Eistland 9% Grikkland […]
Fyrir kosningar í fyrra lofaði Sjálfstæðisflokkurinn skattalækkunum. Þeir héldu meira að segja á lofti hinni vitlausu vúdú-hagfræði Arthurs Laffer, í boði Hannesar Hólmsteins. Þeir sögðu að hægt væri að lækka skatta stórlega og tekjur ríkisins myndu aukast sjálfkrafra – og jafnvel meira en bæta tekjutapið. Bjarni Benediktsson virtist trúa þessu fyrir kosningar. Nú er hann […]
Talsmenn hækkunar matarskattsins, það er lægri álagningarþrepsins í virðisaukaskattinum, segja gjarnan að æskilegt sé að hafa einungis eitt álagningarþrep á alla neysluvöru. Það sé einfaldara og skilvirkara. Ekkert land í Evrópu býr hins vegar við slíkt fyrirkomulag. Öll Evrópulöndin eru með tvö eða fleiri álagningarþrep, misjafnt er þó á hvaða vöruflokka lægri álagningin gildir. Öll […]
Að öðrum nýjum þingmönnum Framsóknar ólöstuðum verður að segjast að Karl Garðarsson hefur komið sterkar inn en flestir. Karl hefur tekið skynsama og afgerandi afstöðu í ýmsum málum, nú síðast varðandi matarskattinn og niðurskurð til skattrannsóknarstjóra. Hækkun matarskattsins úr 7% í 12%, sem er draumur Sjálfstæðisflokksins, gæti reynst ríkisstjórninni erfið, ekki síst Framsóknarflokknum. Því er […]
Fæstir hafa nokkurn áhuga á höftum, hvort sem þau tengjast gjaldeyri eða viðskiptum almennt. Auðvitað vilja flestir frekar frelsi en höft. Skiljanlega. Hins vegar vita þeir sem kynna sér sögu og virkni kapítalismans, að algerlega óheftum markaði fylgja miklar áhættur, mikill ójöfnuður og óstöðugleiki. Óheftur kapítalismi skilar ekki meiri hagvexti en hóflega taminn kapítalismi blandaða hagkerfisins. […]
Í gær benti ég á óvenju mikla fátækt meðal einstæðra foreldra á Íslandi, í samanburði við hin Norðurlöndin. Þar var miðað við tölur OECD um afstæða fátækt, þ.e. hlutfall einstæðra foreldra með minna en 50% af miðtekjum allra. Það er sú mæling sem alla jafna sýnir góða útkomu Íslands í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar, […]
Á morgun mun ég flytja erindi á norrænni ráðstefnu um velferðarmál, sem haldin er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og velferðarráðuneytisins. Ég verð þar í góðum hópi sérfræðinga, innlendra sem erlendra. Viðfangsefni mitt er fátækt barnafjölskyldna á Íslandi og mun ég sýna nokkrar ólíkar mælingar á umfangi fátæktar hjá þeim hópi og reifa skýringar á útkomu […]
Fyrri pistlar