Hin nýja ópera Gunnars Þórðarsonar, Ragnheiður, var sýnd í Hörpu í gærkveldi. Óperan byggir á rammíslenskri ástar- og örlagasögu Ragnheiðar biskupsdóttur í Skálholti, frá ofanverðri 17. öld. Friðrik Erlingsson samdi textann og Petri Sakari stjórnaði hljómsveitinni. Sýningin var öll hin glæsilegasta, raunar stórbrotin og mjög áhrifarík. Enda fögnuðu óperugestir lengi og innilega. Þetta var mikill […]
Það er dapurlegt að sjá ráðherra og þingmenn reyna að tala sig frá skýrum loforðum sínum um þjóðaratkvæði frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það er hins vegar ekki að virka. Um 80% kjósenda vilja þjóðaratkvæði um framhald viðræðna og sá stuðningur virðist vaxandi. Fólk sér í gegnum froðuna og skilur að ekki er verið […]
Mirra, Miðstöð innflytjendarannsókna, kynnti nýlega athyglisverða könnun Norrænu ráðherranefndarinnar á kjörum innflytjenda og heimamanna í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Osló (sjá hér). Niðurstöðurnar benda til að Pólverjar hér á landi séu einungis með um 57% af meðallaunum í landinu, sem er lakara en í Kaupmannahöfn og Osló. Um daginn birtir hins vegar Efling stéttarfélag tölur sem […]
“Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei sækja um aðild að Evrópusambandinu”, sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. Hátt og skýrt. Þetta eru stórtíðindi. Um 10-20% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir aðild að ESB og fleiri vilja klára aðildarviðræður og sjá hverju þær skila. Allt að þriðjungur stuðningsmanna flokksins er jákvæður gagnvart ESB eða vill kanna hvort sá valkostur […]
Ef stjórnvöld vilja tryggja sem best hagsmuni Íslands til lengri tíma þá setja þau aðildarviðræður formlega í bið, en slíta þeim ekki endanlega. Það eru fordæmi fyrir slíku, m.a. svissneska leiðin. Slíkt hlé gæti staðið um langt árabil og á meðan er fleiri valkostum Íslands haldið opnum. Þetta er skynsamleg leið vegna þess að við […]
Ég var að horfa á Bjarna Benediktsson í Kastljósi. Hann var órólegur og stóð sig illa. Bjarni er augljóslega að svíkja loforð sín og flokksins fyrir kosningar, en segist samt vera einlægur í að vilja hlíta þjóðaratkvæðagreiðslum – en aðeins ef skilyrði séu rétt! Hvað eru rétt skilyrði? Ekkert skýrt svar var við því. Hins […]
Ég hef oft gagnrýnt atvinnurekendur fyrir hlut þeirra í hruninu og óbilgjarna og ósvífna hagsmunabaráttu á síðustu árum. Einnig fyrir það að greiða of lág laun til íslenskra launamanna. Ég hef stundum vegið mjög harkalega að þeim, til dæmis fyrir kröfur þeirra um gegndarlaus fríðindi í skattamálum handa fyrirtækjum og fjárfestum. Slík fríðindi juku mjög […]
Eitt það mikilvægasta í stjórnmálum og samskiptum þjóða er að safna bandamönnum og rækta tækifæri – í þágu eigin þjóðarhags og sameiginlegra hagsmuna. Í hnattvæddum heimi nútímans skipta viðskipti og tengsl milli ríkja meira máli en nokkru sinni fyrr. Evrópa er mikilvægasti heimshlutinn fyrir hagsmuni Íslands, þó sjálfsagt sé að rækta einnig önnur tengsl. Ég […]
Skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu ESB viðræðna kemur ekki fram með neitt nýtt. Raunar slær hún úr og í varðandi eitt stærsta ágreiningsmálið. Í skýrslunni segir annars vegar að “ekki sé hægt að fá undanþágur” frá reglum ESB og hins vegar að hægt sé að semja um “varanlegar sérlausnir” sem ESB geti ekki breytt einhliða. […]
Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, sendir mér pirraðan tón á Pressunni í dag. Erindið er að kvarta yfir skrifum mínum um kjarasamninga og nú síðast grein um aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna heimilanna, fyrir og eftir þjóðarsáttarsamningana 1990. Gylfi afbakar skrif mín og tilgang nokkuð og stillir svo upp tölum um launaþróun sem hann segir að gefi allt […]
Fyrri pistlar