Margir muna eftir hugmynd sósíalistanna í sænsku verkalýðshreyfingunni frá sjöunda áratugnum, um að lífeyrissjóðir almennings myndu smám sama kaupa upp öll hlutabréf á markaði í Svíþjóð. Þetta þótti snjöll hugmynd hjá þeim sem voru lengst til vinstri í pólitíkinni. Þar eð sjóðirnir væru í eigu launafólks, mætti með þessum hætti smygla sósíalísmanum inn um bakdyrnar. […]
Nýfrjálshyggjumenn hafa lengi flaggað Adam Smith sem læriföður sínum. Hann var jú helsti höfundur markaðshyggjunnar, sem hann skrifaði um í bók sinni Auðlegð þjóðanna, er kom út árið 1776. En Adam Smith var ekki eins og dæmigerður nýfrjálshyggjumaður nútímans (“neoliberal” á ensku). Hans hugsun var miklu dýpri og víðari – og raunar tók hann mun meira […]
Ég hef nýlega klárað nýja seríu frá Grikklandi í galleríi mínu á netinu. Smellið á hof Poseidons hér að neðan til að sjá seríuna (sniðugt að skoða í „Slideshow“ – efst til hægri). Hér má svo sjá galleríið í heild sinni: http://www.pbase.com/stefanolafsson/root Síðasti pistill: Er það lýðskrum að vilja bæta hag almennings?
Lýðræði á að snúast um það, að kjörin stjórnvöld þjóni almenningi – almannahag. Það þýðir að stjórnvöld eiga að reyna að svara óskum og þörfum fjöldans, eins og frekast er kostur. Eitt af því mikilvægasta sem stjórnvöld eiga að gera er að stuðla að bættum hag sem flestra. Auka velferð og kaupmátt allra, ekki bara […]
Í framhaldi af umræðunni um hina mikilvægu bók Guðrúnar Johnsen um hrunið er fróðlegt að velta nánar fyrir sér, hvers vegna þetta gríðarlega klúður varð á Íslandi? Það gerðist ekki af sjálfu sér. Guðrún lýsir því vel í bók sinni hvernig ofurvöxtur bankakerfisins, sem byggður var á óhóflegri skuldasöfnun, jók áhættu og gerði bankakerfið á […]
Í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið fær Dagur B. Eggertsson um helmingsfylgi sem næsti borgarstjóri. Stuðningur við Dag sem borgarstjóra hefur því aukist verulega frá nóvember sl. er hann með um 30%. Ég hef áður vakið athygli á því að Dagur hefur unnið í kyrrþey að mörgum góðum málum. Hann leggur ríka áherslu á meiri […]
Skýrsla Oxfam um mikinn og sívaxandi ójöfnuð í heiminum var til umræðu á árlegu þingi helstu áhrifamanna heimsins í Davos í Sviss. Á börum, í veislum, skíðabrekkum og fundarsölum auðmannasamkomunnar í Davos þetta árið var sem sagt talað um ójöfnuð. Heitasta umræðuefnið, sagði skondinn fjármálafréttamaður CNN. Oxfam hafði sent samkomunni áskoranir um úrbætur. Frétt Oxfam […]
Tillögur “nefndar um afnám verðtryggingar” gera ekki ráð fyrir afnámi verðtryggingar, heldur þrengja þær notkun hennar lítillega. Þetta eru að mestu gagnlausar tillögur og takmarka einungis val fólks. Þjóna litlum tilgangi. Markmið þessa starfs átti að vera að létta áþján húsnæðisskuldara vegna verðtryggingarinnar. Um það voru kosningaloforðin. Ekkert slíkt kemur út úr tillögum meirihluta nefndarinnar, […]
Á meðan rúmur helmingur meðlima ASÍ félaga felldi kjarasamninginn þá var annað uppi hjá atvinnurekendum. Um 98% þeirra samþykktu samninginn. Þetta var þeirra draumasamningur. VR er fjölmennasta félagið sem samþykkti samninginn. Þar eru hins vegar um eða innan við 5% meðlima sem taka laun samkvæmt töxtum kjarasamninga. Langflestir þeirra eru yfirborgaðir, því taxtarnir eru svo […]
Fyrri pistlar