Sunnudagur 28.09.2014 - 15:15 - FB ummæli ()

Dagur byggir í Bryggjuhverfinu

Nú hefur verið samþykkt af borgarráði að setja í auglýsingu deiliskipulag fyrir nýjan hluta af Bryggjuhverfinu.  http://reykjavik.is/frettir/annar-afangi-bryggjuhverfis-ad-fara-i-gang

Þar eiga að rísa 185 íbúðir.

Byggingarverktakinn er sá sami og í Stakkholti. http://stakkholt.is.  Þar eru 80 fm íbúðir á yfir 32 milljónir.  Ekki beint ódýrustu íbúðirnar í bænum enda sagði aðeins í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar fyrir kosningar: „Við ætlum að tryggja að íbúðirnar henti barnafjölskyldum í herbergjafjölda og stærð. „Það var aldrei sagt að barnafjölskyldur hefðu efni á því að kaupa eignirnar.

Ég hef velt því upp og gerði fyrirspurn um það á síðasta borgarráðsfundi, hvort að ekki sé rétt að Félagsbústaðir kaupi strax á teikniborðinu amk 10% af þessum eignum.  Þá myndi þá amk fjölga eignum í eignasafni Félagsbústaða um 18 íbúðir fram til ársins 2017.

Eru það ekki eðlileg viðskipti?

Meirihlutinn er að hverfa frá fyrra deiliskipulagi sem kvað á um stórar og fáar íbúðir og verktakanum er gefið færi á því nú að hafa ibúðirnar fleiri og smærri og mun seljanlegri, amk eins og fasteignamarkaðurinn er í dag.  Er þá nokkuð óeðlilegt að samfara því að unnið er að því að gera hlutina þægilegri fyrir verktakann og arðsamari og Félagsbústöðum séu tryggðar íbúðir.

Ef þetta er ekki gert, hvernig ætlar Dagur og meirihlutinn að saxa niður biðlista 850 fjölskyldna eftir íbúðum?

 

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur