Mánudagur 07.05.2018 - 11:18 - FB ummæli ()

Hvar eru Reykjavíkurhúsin Dagur?

Í síðustu kosningabaráttu lofaði Dagur B. Eggertsson Reykjavíkurhúsum.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1504555/

Hann fór í fjölmörg viðtöl, talaði við kjósendur, lofaði kjósendum, kynnti stefnu sína í þessum málum.

Ætlunin var að embættismenn borgarinnar, ásamt framkvæmdastjóra Félagsbústaða, ynnu tillögur að fjárhagslegum forsendum og frekari umgjörð verkefnsins. Grunnforsenda var að útfærslan stæðist viðmið Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um félagslegt hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði.  Hugmyndin var að  í hverju húsi yrði lögð áhersla á fjölbreytni einstaklinga og fjölskyldugerða á ólíkum lífsskeiðum, með ólíkan bakgrunn, eins og það er orðað.

Í dag, 7. maí 2018 hefur EKKERT Reykjavíkurhús risið.

Borgarstjóra virðist í lófa lagið að draga upp úr hattinum kosningaloforð sem að ekki er hægt að framkvæma því að lög heimila það ekki.  Miklabraut í stokk strax er eitt af þeim verkefnum, því hún er háð umhverfismati sem aldrei næst í gegn.

Dagur hvar eru Reykjavíkurhúsin?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur