Fimmtudagur 03.05.2018 - 12:29 - FB ummæli ()

Launakjör borgarfulltrúa – svar óskast fyrir kosningar!

Það er óneitanlega furðulegt, að það taki hátt í tvo mánuði að svara fyrirspurn minni um launakjör borgarfulltrúa.  Ég hefði haldið að um einfalda keyrslu úr bókhaldskerfi borgarinnar væri að ræða. Þegar dráttur er á svörum, þá spyr ég mig hvað valdi?

Við eigum rétt á að fá upplýsingar.
Um það erum við sammála.

20. mars sl. óskaði ég eftir upplýsingum um heildarlaunakostnað ásamt launatengdum gjöldum hvers stjórnmálaflokks á þessu kjörtímabili.

Ég vil fá svarið sundurliðað fyrir árin 2015,2016 og 2017.

Ég vil líka fá að vita um bitlingana, sbr. „Þá skal sundurliðað hversu margir einstaklingar þiggja launagreiðslur fyrir pólitíska setu sína í nefndum og ráðum sundurliðað eftir stjórnmálaflokkum“

Ég vil fá launakjör borgarfulltrúa, varaborgarfulltrúa og annarra flokkstengdra aðila upp á borðið.

Þetta vil ég fá svar við fyrir kosningarnar 26. maí 2018.

https://reykjavik.is/fundargerd/borgarstjorn-20032018

Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík sem býður fram í komandi borgarstjórnarkosningum.

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur